Fræðslunefnd
21. fundur
7. október 2015 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Magni Þór Harðarson Aðalmaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
16.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs
Fram er lögð til kynningar og umsagnar þingsályktunartillaga um skipan starfshóps sem geri tillögur um a) hvernig staðið skuli að lengingu fæðingarorlofs í 18 mánuði og fjármögnun verkefnisins, b)afmörkun þess tímaskeiðs sem sveitarfélög hafi til að byggja upp leikskóla sína þannig að þeir geti tekið við öllum 12 mánaða börnum í gjaldfrjálsan leikskóla og hvernig það verkefni verði fjármagnað og c) nauðsynlegar lagabreytingum til að styrkja stöðu leikskólanna sem fyrsta skólastigsins í menntakerfi landsins. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
2.
Skólaþing sveitarfélaga 2.nóvember 2015
Lögð er fram til kynningar dagskrá skólaþings sveitarfélaga sem haldið verður í Reykjavík 2. nóvember 2015. Meginviðfangsefni þingsins eru læsi og vinnumat kennara. Formaður fræðslunefndar mun sitja fundinn.
3.
Gjaldskrár í fræðslumálum 2016
Fyrir liggur samanburður fræðslustjóra á gjaldskrám í fræðslumálum hjá sex sveitarfélögum sem flest eru af svipaðri stærð og Fjarðabyggð. Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrár í fræðslumálum og leggur til við bæjarráð að gjaldskrár 2016 hækki um 4,3% en það er í samræmi við forsendur fjárhagsramma nefndarinnar. Vísað til bæjarráðs.
4.
Starfs- og fjárhagsáætlun 2016 í fræðslumálum
Farið var yfir drög að starfsáætlun 2016 í fræðslumálum. Nefndin samþykkir drögin og vísar þeim áfram til bæjarráðs. Farið var yfir tillögu að skiptingu fjárheimilda milli fræðslustofnana. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni áfram til bæjarráðs. Óskað hefur verið eftir lengri opnunartíma í leikskólum Fjarðabyggðar um 15 mínútur að morgni og 15 mínútur seinni hluta dags. Lagt fram minnisblað fræðslustjóra um áætlaðan kostnað. Kostnaður við lengri opnun rúmast ekki innan fjárheimilda nefndarinnar en nefndin vill gjarnan verða við þeirri ósk og beinir því til bæjarráðs að auka fjárheimildir nefndarinnar sem nemur kostnaði við lengri opnun.