Fara í efni

Fræðslunefnd

25. fundur
10. febrúar 2016 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Magni Þór Harðarson Aðalmaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum
Málsnúmer 1602027
Borist hefur bréf, dagsett 4. febrúar 2016, frá Umboðsmanni barna þar sem hann minnir sveitarstjórnir á þá skyldu sína að setja hagsmuni barna i forgang. Bréfið kemur í kjölfar umræðu um fyrirhugaðan niðurskurð á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar en svipað bréf barst til sveitarstjórna í mars 2011 þar sem beðið var um að börnum verði hlíft við niðurskurði. Umboðsmaður biður sveitarstjórnir að ígrunda vel hvaða áhrif aðgerðir til hagræðingar hafi til langs tíma og skorar á sveitarfélög að virða Barnasáttmálann í störfum sínum og láta hagsmuni barna ganga framar hugsanlegum fjárhagslegum hagsmunum sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.
2.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2015 og 2016
Málsnúmer 1601140
Fyrir liggja þrjár fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 22.desember, 30.desember og 12.janúar sl. lagðar fram til kynningar.
3.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1411001
Lögð voru fram lokadrög að fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar sem unnin voru af fjölskipuðum starfshópi sem Hrönn Pétursdóttir verkefnastjóri leiddi. Fræðslunefnd hafði drög að fjölskyldustefnu til umfjöllunar á fundi sínum 9. september 2015 þar sem nefndin gerði nokkrar athugasemdir. Fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og fagnar framkomnum áherslum.
4.
Kynning skólastjórnenda
Málsnúmer 1511071
Starfandi skólastjóri leikskólans Sólvalla kynnti starf skólans og ræddi við nefndina um starfsemi skólans og þær miklu breytingar sem í vændum eru með tilkomu nýja leikskólahúsnæðisins í ágúst 2016. Fræðslunefnd þakkar skólastjóra fyrir greinargóða kynningu.