Fræðslunefnd
26. fundur
9. mars 2016 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Varamaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Gerður Ósk Oddsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Forvarnir - Málþing um geðheilbrigði
Föstudaginn 11. mars og laugardaginn 12. mars verður haldið málþing um geðræktarmál í hátíðarsal Nesskóla, Neskaupstað. Verkmenntaskóli Austurlands, Foreldrafélag VA, Foreldrafélag Nesskóla og Fjarðabyggð standa fyrir námskeiðinu, en síðustu ár hafa þessi félög og stofnanir staðið saman að forvarnardegi. Í ár er málþingið tvískipt, föstudagurinn 11.mars er málþing fyrir nemendur VA og nemendur í 10. bekkjum grunnskólanna í Fjarðabyggð með dagskrá frá kl. 16:00 - 19:00 og síðan er málþing sem er öllum opið laugardaginn 12. mars frá kl. 11:00 - 14:00. Dagskráin er áhugaverð og fjölbreytt og snertir marga fleti geðheilbrigðis. Fræðslunefnd fagnar framtakinu og hvetur fólk til að nýta tækifærið og fjölmenna á málþingið.
2.
Styrktarsjóður EBÍ 2016
Borist hefur bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands frá 22. febrúar þar sem vakin er athygli á Styrktarsjóði EBÍ. Sjóðurinn styrkir sérstök framfaraverkefni á vegum sveitarfélaga, ekki almenn rekstrarverkefni. Umsóknarfrestur er til aprílloka. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að kynna bréfið fyrir sviðstjórum Fjarðabyggðar og hvetur sveitarfélagið til að senda inn umsókn.
3.
Viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns
Teknar voru til umræðu viðmiðunarreglur Fjarðabyggðar um úthlutun kennslutímagns til grunnskóla sem samþykktar voru í desember 2014 og úthlutað í fyrsta skipti eftir í apríl 2015. Fræðslunefnd telur mikilvægt að metið verði með einhverjum hætti áhrif breyttra úthlutunarreglna og felur fræðslustjóra að kanna hjá skólastjórnendum hvernig til hefur tekist. Fræðslunefnd mun úthluta kennslutímamagni til grunnskólanna fyrir næsta skólaár í byrjun apríl.
4.
Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugildi til leikskóla í Fjarðabyggð
Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að hefja vinnu við gerð viðmiðunarreglna um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð. Nefndin fór yfir þau atriði sem nauðsynlegt væri að reglurnar tækju á s.s. viðmið um barnígildi á deildum, sér- og stuðningskennslu og stuðning við tvítyngd börn. Nefndin stefnir að því geta lagt fram drög að reglum í vor.