Fara í efni

Fræðslunefnd

27. fundur
20. apríl 2016 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Aðalheiður Vilbergsdóttir Formaður
Magni Þór Harðarson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Kennslutímamagn til grunnskóla 2016-2017
Málsnúmer 1604072
Framlagt er minnisblað fræðslustjóra þar sem gerð er grein fyrir mati skólastjóra grunnskólanna í Fjarðabyggð á áhrifum úthlutunarreglna sem samþykktar voru í desember 2014. Í minnisblaðinu kemur fram að skólastjórarnir séu að mestu sáttir við reglurnar og að þeir leggi ekki til breytingar á þeim. Fyrir fundinum liggur tillaga fræðslustjóra um útdeilingu kennslutímamagns til grunnskólanna í Fjarðabyggð skólaárið 2016-2017. Úthlutunin byggir á fyrrgreindum reglum. Fræðslustjóri fór yfir kennslutímamagn hvers skóla fyrir skólaárið 2016-2017 og tímamagn til annarra starfa innan skóla. Í úthlutuninni er gert ráð fyrir um 645 grunnskólanemendum sem er u.þ.b. 30 nemenda fjölgun frá núverandi skólaári. Gert er ráð fyrir u.þ.b. 45 kennslustunda aukningu á kennslutímamagni á næsta skólaári. Gert var ráð fyrir þessari fjölgun í fjárhagsáætlun ársins 2016. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
2.
Skóladagatöl 2016-2017
Málsnúmer 1604071
Fyrir liggja skóladagatöl leik-, grunn- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð þar sem sést hvernig starfs-, skipulags- og vetrarfrídagar raðast niður á almanaksárið. Reynt er að samræma frídaga nemenda í hverjum byggðarkjarna eftir því sem kostur er. Fræðslunefnd samþykkir skóladagatölin.
3.
Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugildi til leikskóla í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1603038
Fræðslustjóri fór yfir þá vinnu sem framkvæmd hefur verið við gerð viðmiðunarreglna. Farið var yfir næstu skref í vinnunni og stefnt að því að hægt verði að leggja fyrir drög að reglum á fundi nefndarinnar í júní.
4.
Þjóðarsáttmáli um læsi barna í grunnskólum og samningur um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði
Málsnúmer 1507135
Farið var efnislega yfir þjóðarsáttmála um læsi barna í grunnskólum og samninga um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði í leik- og grunnskólunum í Fjarðabyggð. Fram kom í máli fræðslustjóra að unnið væri markvisst að framgangi samninganna og skólarnir nytu þar góðs af kennsluráðgjöfum Skólaskrifstofu Austurlands, sem annast mælingar og ráðgjöf. Fræðslunefnd lýsir ánægju með framgang verkefna og óskar nemendum og starfsliði skóla velfarnaðar í áframhaldandi vinnu.