Fræðslunefnd
28. fundur
1. júní 2016 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Aðalheiður Vilbergsdóttir Formaður
Magni Þór Harðarson Aðalmaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Hildur Ýr Gísladóttir Varamaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Varamaður
Hafþór Eiríksson Varamaður
Gerður Ósk Oddsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Anna Margrét Sigurðardóttir Áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2016
Borist hefur bréf frá Jöfnunarsjóði þar sem gert er grein fyrir endanlegri úthlutun framlags til sérþarfa fatlaðra nemenda 2016. Endanlegt framlag sjóðsins er 15.600.000 kr.
2.
Þjóðarsáttmáli um læsi barna í grunnskólum og samningur um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði
Fræðslustjóri gerði fræðslunefnd grein fyrir framgangi verkefnanna þjóðarsáttmála um læsi barna í grunnskóla og samningi skólastjórnenda leik- og grunnskóla á Austurlandi um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði. Báðum verkefnum miðar vel áfram en það sést meðal annars á niðurstöðum mælinga í skólunum. Almenn ánægja er með verkefnin í Fjarðabyggð og víðtækur stuðningur í skólasamfélaginu um framgang þess. Sameiginlegur fundur skólastjórnenda í leik- og grunnskólum á Austurlandi verður 6. júní þar sem farið verður yfir framgang verkefnisins og stilltir saman strengir um áframhaldandi vinnu við verkefnin.
3.
Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugildi til leikskóla í Fjarðabyggð
Fræðslustjóri gerði grein fyrir vinnu við mótun viðmiðunarreglna um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð.
4.
Niðurstöður úr Skólavoginni
Fræðslustjóri fór yfir nýjar niðurstöður úr Skólavoginni, rafrænu upplýsinga- og greiningakerfi fyrir sveitarfélög. Um er að ræða niðurstöður úr samræmdum prófum frá haustinu 2015, en það eru íslenska og stærðfræði í 4., 7. og 10. bekk ásamt ensku í 10. bekk. Niðurstöður í báðum greinum 4. bekk voru rétt yfir landsmeðaltali og eins var með stærðfræði í 7. bekk, en aðrar greinar voru rétt undir meðaltali.
5.
Styrking verklegrar kennslu í skólum Fjarðabyggðar
Fræðslustjóri greindi frá því að nú væri að ljúka þriggja ára þróunarverkefni í styrkingu verklegra greina sem notið hefur styrks frá Alcoa Foundation. Verkefnið hefur verið mikil stuðningur við verklega kennslu í skólunum. Búnaður hefur verið bættur sem og aðstaða, haldin hafa verið áhugaverð námskeið fyrir kennara og farnar gagnkvæmar heimsóknir milli skóla og Alcoa Fjarðaáls. Árangur sést m.a. á því að nemendum sem fara í verklegt nám að lokunum grunnskóla hefur fjölgað umtalsvert, fleiri verklegar valgreinar eru í boði og hlutfall verklegrar kennslu í raungreinum hefur aukist. Afrakstur verkefnisins lifir áfram í skólunum og nauðsynlegt að halda áfram á sömu braut.
6.
Neskóli viðhaldsmál
Farið var yfir húsnæðismál Tónskóla Neskaupstaðar og Nesskóla, en myglusveppur er aftur kominn fram á neðstu hæð eldri byggingar skólans. Þegar niðurstöður frá fyrirtækinu Eflu lágu fyrir var, í samráði við skólastjórnendur, ákveðið að loka tímabundið húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar og myndmenntastofu Nesskóla. Skólaslitum Tónskólans var flýtt og farið í að tæma allt húsnæði á jarðhæð svo hægt verði að hefja framkvæmdir við endurbætur. Ljóst er að klæða þarf elsta hluta skólans og komast fyrir rakaskemmdir á jarðhæð. Sérfræðingar í málefnum myglusveppa eru hafðir með í ráðum um þær aðgerðir sem farið verður í. Fræðslustjóri ásamt skólastjórnendum kynntu málið fyrir starfsmönnum skólanna og foreldrum og unnið er að því að gera viðeigandi ráðstafanir í starfi skólanna.
7.
Ósk um launalaust leyfi
Borist hefur bréf frá Lilju Guðnýju Jóhannesdóttur, þar sem hún óskar eftir að fá launalaust leyfi frá Nesskóla skólaárið 2016-2017, en hún var í launalausu leyfi frá skólanum 2014-2016. Fræðslunefnd samþykkir erindið.
8.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - fræðslunefnd
Sviðstjóri gerði grein fyrir breyttu ferli við fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2017. Meginbreytingin er sú að drögum að fjárhagsrömmum fastanefnda er úthlutað í maí og gert er ráð fyrir að fyrsta tillaga að starfsáætlun verði lögð fyrir fastanefndir að sumri, þar sem fram koma áherslubreytingar á starfsemi ásamt tillögum að breytingum á þjónustu. Mánaðarmótin ágúst/september úthlutar bæjarráð fjárhagsrömmum. Tilgangurinn með þessari breytingu er að ná fram betri upplýsingum fyrir úthlutun fjárhagsramma til fastanefnda. Farið var yfir starfsáætlun 2016 og fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar og sviðsstjóra falið að gera drög að starfsáætlun á grunni þeirrar umræðu sem fram fór í nefndinni.