Fara í efni

Fræðslunefnd

29. fundur
24. ágúst 2016 kl. 16:00 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Hvatningarbréf um að leggja kostnaðarþáttöku foreldra af eða halda henni í lámarki
Málsnúmer 1608032
Borist hefur hvatningarbréf frá Velferðarvaktinni dagsett 9. ágúst 2016, þar sem sveitarstjórnir á landinu eru hvattar til að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki. Fræðslustjóri greindi frá því að grunnskólarnir í Fjarðabyggð önnuðust innkaup fyrir yngri nemendur skólanna og hefðu þannig náð niður kostnaði fyrir foreldra. Hann taldi kostnað sveitarfélagsins við að leggja kostnaðarþátttöku foreldra af geta verið á bilinu 3-5 milljónir eftir því hversu viðamikil innkaupin eru. Málinu vísað til frekari umræðu um fjárhagsáætlun 2017.
2.
Styrktarsjóður EBÍ 2016
Málsnúmer 1602136
Borist hefur bréf frá styrktarsjóði EBÍ þar sem fram kemur að Fjarðabyggð hljóti styrk upp á 300.000 kr. til að vinna áfram að skólabúðaverkefni á Stöðvarfirði. Fræðslunefnd fagnar styrkveitingunni og vonast til að hún nýtist nemendum sem best.
3.
Farkennari í dönsku í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1608080
Fræðslustjóri gerði grein fyrir komu farkennara í dönsku til Fjarðabyggðar. Farkennarinn mun dvelja í Fjarðabyggð á haustönn og ferðast á milli grunnskóla þar sem hann mun styðja við dönskukennslu. Fræðslunefnd lýsir ánægju með komu farkennarans og óskar honum farsældar í starfi.
4.
Bygging leikskóla á Neseyri
Málsnúmer 1402081
Farið var yfir minnisblað fræðslustjóra um byggingu leikskólans á Neseyri. Í minnisblaðinu kemur fram að skólinn hafi tekið við fyrstu nemendum fimmtudaginn 18. ágúst síðastliðinn í blíðskaparveðri. Nemendur undu sér vel í glæsilegu húsnæði skólans og úti á leikskólalóðinni. Fram kom að framkvæmdum á skólalóðinni væri að ljúka og ákveðið hefði verið að vígja nýja leikskólann 17. september. Í minnisblaðinu kemur fram tillaga nefndar sem valdi úr tillögum íbúa um nafn á skólanum. Nefndin leggur til að skólinn verði nefndur Eyrarvellir sem er bæði með vísun í gamla skólann Sólvelli og Neseyrina þar sem skólinn stendur. Fræðslunefnd samþykkir tillögu nefndarinnar og óskar íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með glæsilega byggingu og skólalóð og vonast eftir að íbúar nýti sér tækifærið 17. september til að heimsækja skólann og skoða aðstæður.
5.
Staða framkvæmda í Tónskóla Neskaupstaðar og Nesskóla og elsta hluta húsnæðis Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 1608077
Fræðslustjóri greindi frá framkvæmdum í húsnæði Tónskóla Neskaupstaðar, í myndmenntarstofu Nesskóla og elsta hluta Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Að sögn starfsmanna framkvæmdasviðs sveitarfélagsins eru framkvæmdir á áætlun og unnið er í nánu samstarfi við færustu sérfræðinga landsins svo vel takist til við endurbyggingu.
6.
Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1603038
Farið var yfir drög að viðmiðunarreglum um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að kanna hvaða áhrif reglurnar hefðu á úthlutun 2017 miðað við nemendafjölda í leikskólunum og vistunartíma.
7.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - fræðslunefnd
Málsnúmer 1605157
Framlögð tillaga að úthlutun ramma við fjárhagsáætlunargerð í samræmi við reglur um fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2017. Farið var yfir rekstrarstöðuna fyrir sjö fyrstu mánuði ársins og drög að starfsáætlun í fræðslumálum ásamt samþykktri fjölskyldustefnu. Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun 2017.