Fara í efni

Fræðslunefnd

3. fundur
26. ágúst 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015
Málsnúmer 1408022
Borist hefur bréf frá framkvæmdastjóra 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna árið 2015, en í tilefni þess eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að kynna bréfið fyrir skólastjórnendum leik-, grunn- og tónlistarskóla og kalla eftir hugmyndum frá skólunum.
2.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Málsnúmer 1408014
Unnið var að starfsáætlun fyrir árið 2015. Vísað áfram til næsta fundar.
3.
Kynning á réttindum og skyldum unglinga
Málsnúmer 1405114
Borist hefur bréf til fræðslunefndar frá Beu Meijer þar sem hvetur til aukinnar fræðslu fyrir unglinga um laun, samninga, verkalýðsfélög o.fl. Fræðslunefnd þakkar bréfið og felur fræðslustjóra að kanna hvernig staðið er að þessari fræðslu í grunnskólum Fjarðabyggðar.
4.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Málsnúmer 1403055
Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands frá 18. ágúst sl. Í fundargerðinni er m.a. sagt frá hugmynd Fljótsdalshéraðs um endurskoðun á samningi um A-hluta SKA, sem fram kemur í bréfi þeirra þar sem þeir segja upp samningi við SKA (A-hluta) frá og með næstu áramótum. Í vinnunni verða fulltrúi SKA, fræðslustjórar Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs, fulltrúi skólastjórnenda leik- og grunnskóla á svæðinu og framkvæmdastjórn SKA. Í fundargerðinni kemur einnig fram að stjórnin heimilar forstöðumanni SKA að ráða í viðbótarstöðugildi kennsluráðgjafa með það að markmiði að auka námsárangur í skólum Austurlands. Þá lýsir stjórnin ánægju með að Talþjálfun Austurlands hf. skuli hafa hafið starfsemi á Austurlandi. Fræðslunefnd fagnar ákvörðun stjórnar SKA að ráða annan kennsluráðgjafa til starfa og tekur undir með stjórninni um mikilvægi þess að Talþjálfun Austurlands ehf. hafi tekið til starfa. Þá óskar fræðslunefnd hópnum sem tekur að sér endurskoðun á samningi um SKA (A-hluta) velgengni í störfum.
5.
Samstarf skóla á Austurlandi um bættan námsárangur nemenda í læsi og stærðfræði
Málsnúmer 1406128
Eins og fram kemur í næsta fundarlið hér að framan samþykkti stjórn SKA að bæta við stöðugildi kennslufulltrúa hjá SKA frá og með haustinu 2014 með það að markmiði að auka námsárangur í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Ákvörðunin styður vel við það þróunarstarf sem unnið er að nú þegar og má þar nefna byrjendalæsi og PALS, en ekki síður mun hún hjálpa nemendum, foreldrum og starfsfólki skólanna við að nýta betur niðurstöður úr þeim mælingum sem nú þegar er verið að framkvæma í skólunum og varða árangur í læsi og stærðfræði. Fræðslustjóra er falið að fylgja málinu eftir í góðu samstarfi við skólastjórnendur og starfsfólk skólaskrifstofunnar.
6.
Skýrsla með niðurstöðum úttektar á sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum
Málsnúmer 1405137
Fyrir liggur skýrsla með niðurstöðum úttektar á sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum, sem framkvæmd var í desember 2013. Eitt þessara sveitarfélaga er Fljótsdalshérað, en það líkt og Fjarðabyggð nýtir sér þjónustu Skólaskrifstofu Austurlands. Fræðslunefnd fór yfir skýrsluna og sérstaklega ábendingar um að sem betur má fara. Í máli fræðslustjóra koma fram að brugðist hefði verið við mörgum ábendingum sem fram koma í skýrslunni og unnið að öðrum.