Fara í efni

Fræðslunefnd

30. fundur
5. september 2016 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Staða ungmennaráðs Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1606038
Teknar voru fyrir hugmyndir ungmennaráðs frá fundi þess með bæjarstjórn 9. júní síðastliðinn. Fræðslunefnd lýsir ánægju með gott starf ungmennaráðs og felur fræðslustjóra að fylgja eftir hugmyndum ráðsins sem lúta að færðslumálum.
2.
Viðmiðunarreglur um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1603038
Fræðslustjóri fór yfir drög að viðmiðunarreglum um úthlutun stöðugilda til leikskóla í Fjarðabyggð og kynnti líkleg áhrif viðmiðunarreglna á úthlutun ársins 2017. Til að meta áhrifin var valinn einn af leikskólum Fjarðabyggðar, leikskólinn Lyngholt á Reyðarfirði. Líkleg áhrif eru að stögðugildafjöldi verði mjög áþekkur og hann hefði verið miðað við fyrri úthlutanir og sama gildir um yfirvinnutímamagn. Viðmiðunarreglurnar munu því fyrst og fremst skýra betur allar forsendur fyrir úthlutun. Fræðslustjóra var falið að kanna áhrifin á alla leikskóla Fjarðabyggðar fyrir næsta fund nefndarinnar.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2017 - fræðslunefnd
Málsnúmer 1605157
Fyrir liggur fjárhagsrammi fræðslunefndar sem bæjarráð úthlutaði á fundi 5. september. Fjárhagsramminn gerir ráð fyrir eftirfarandi:
Tekjur 204.183.000 kr.
Laun og launatengd gjöld 1.565.863.000 kr.
Millifærð húsa- og vélaleiga 527.311.000 kr.
Annar rekstrarkostnaður 284.912.000 kr.
Gert er ráð fyrir verðlagsbreytingum upp á 2%. Bæjarrað gerir ráð fyrir að fræðslunefnd skili launaáætlun 25. september og endanlegri fjárhagsáætlun fyrir 14. október. Fræðslustóra og stjórnendum fræðslustofnana er falin vinna við gerð launa- og fjárhagsáætlunar og nefndin gerir ráð fyrir að launaáætlun verði skilað fyrir fund nefndarinnar 21. september og fjárhagsáætlun fyrir fund nefndarinnar 12. október.