Fræðslunefnd
33. fundur
10. nóvember 2016 kl. 16:30 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Aðalmaður
Guðlaug Dana Andrésdóttir Varaformaður
Starfsmenn
Þóroddur Helgason Áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 4. nóvember 2016
Lögð var fram til kynningar Ársskýrsla SKA 2015-2016 og fundargerð aðalfundar SKA sem haldinn var á Borgafirði eystra 4. nóvember 2016.
2.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2017
Á síðasta fundi fræðslunefndar vantaði 18 milljónir til þess að hægt væri að loka fjárhagsramma fræðslunefndar fyrir árið 2017. Á fundinum var ákveðið að senda rammann þannig til bæjarráðs ásamt tillögum um leiðir sem unnt væri að fara svo loka mætti rammanum ef viðbótarfjármagn fengist ekki. Bæjarráð samþykkti flestar þær leiðir en jók jafnframt rammann um þrjár milljónir. Fræðslunefnd leggur til að fjárhagsrammanum verði lokað með því að auka tekjur með því að fella niður 4 tíma gjaldfrjálsa vistun leikskólabarna í elsta árgangi leikskóla. Auka tekjur með því að hækka gjaldskráa í heilsdagsskóla og tónlistarskólum um 4% í stað 2% en þessar gjaldskrár eru talvert lægri en gjaldskrá viðmiðunarsveitarfélaga. Kostnaður verður lækkaður hjá leik- og grunnskólum og kostnaður við húsgagnakaup lækkaður. Fræðslunefnd telur mikilvægt að skoða áætlaða kostnaðarlækkun til leik- og grunnskóla á miðju ári 2017 og meta þá hvort unnt sé að ná fyrrgreindum markmiðum.
3.
Gjaldskrá tónlistarskóla 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir tónlistarskóla 2017. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 4%. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá leikskóla 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir tónlistarskóla 2017. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 2%. Jafnframt er felld niður fjögurra tíma gjaldfrjáls vistun elsta árgangs í leikskóla. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá skólamats í grunnskólum 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir skólamat í grunnskólum 2017. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 2%. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá skóladagheimila 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir skóladagheimili 2017. Lagt er til að gjaldskráin hækki um 4%. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá grunnskóla 2017
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá fyrir grunnskóla 2017. Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarráðs.
8.
Ung fólk 2016 - lýðheilsa ungs fólks í Fjarðabyggð
Í árslok fellur úr gildi samstarfssamningur Mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Rannsóknir og greiningu og Háskóla Reykjavíkur um líðan og hagi Ungs fólks í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Fræðslunefnd lýsir mikilli ánægju með samninginn og mikilvægi þess að áfram verði fylgst með ungu fólki í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði líkt og verið hefur, en sveitarfélögin hafa fengið skýrslur með rannsóknarniðurstöðum úr rannsóknum meðal nemenda í 5.-7. bekk, 8.-10. bekk og nemenda í framhaldsskólum. Fræðslunefnd óskar eftir því að sveitarfélagið Fjarðabyggð leiti eftir því við samningsaðila að samningurinn verði framlengdur til fimm ára
9.
Umsókn um ytra mat leikskóla
Borist hefur bréf frá Menntamálastofnun þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um ytra mat leikskóla. Í minnisblaði frá fræðslusjtóra kemur fram að leikskólinn Lyngholt hafi farið í ytra mat fyrir fjórum árum og mikil ánægja hafi verið með matið. Einnig kemur fram áhugi leikskólastjóra í Fjarðabyggð að sótt verði um ytra mat fyrir þá skóla sem ekki hfa farið í ytra mat. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að sækja um fyrir leikskólana Dalborg, Eyrarvelli og Kærabæ.
10.
Viðbyggingaþörf við leikskóla á Eskifirði og Reyðarfirði
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um viðbyggingarþörf við leikskólana á Eskifirði og Reyðarfirði, Dalborg og Lyngholt. Í minnisblaðinu kemur fram að elsta árgangi beggja skóla er kennt í húsnæði grunnkólanna þar sem húsnæði leikskólanna er orðið of lítð. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að óskastaðan væri að byggt væri við báða skóla tvær deildir auk bættrar aðstöðu fyrir aðra starfsemi s.s. starfsmannaaðstöðu og rými fyrir listgreinar og sérkennslu. Fræðslunefnd telur ljóst að stækka þurfi báða skóla. Vísað til frekari umræðu í Eigna-,skipulags- og umhverfisnefnd.