Fara í efni

Fræðslunefnd

4. fundur
9. september 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Skólastjórar grunnskóla gera grein fyrir starfi skólanna
Málsnúmer 1409038
Skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð koma á fund fræðslunefndar og gerðu grein fyrir starfi skólanna. Fræðslunefnd þakkar skólastjórunum fyrir greinargóðar upplýsingar.
2.
Málþing sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál "Hvað fékkstu á prófinu?"
Málsnúmer 1406131
Formaður fræðslunefndar og fræðslustjóri sátu málþing sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál 8. september og gerðu nefndinni grein fyrir því helsta sem þar kom fram.
3.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1407033
Fræðslunefnd hefur borist fjárhagsrammi fyrir fjárhagsáætlun 2015. Í fjárhagsrammanum er gert ráð fyrir samtals tekjum upp á 194.436.000 kr., laun og launatengd gjöld 1.323.394.000 kr., millifærð húsa- og vélaleiga 448.243.000 kr. og annar rekstrarkostnaður 293.150.000 kr. eða samtals gjöld upp á 2.064.787.000 kr. Þeim tilmælum er beint til fræðslunefndar að leita allra leiða til frekari hagræðingar í málaflokki sínum og ítrasta aðhalds verði gætt eins og áður í rekstri á komandi ári. Gert er ráð fyrir að starfs- og fjárhagsáætlun einstakra málaflokka sé skilað til fjármálasviðs eigi síðar en 10. október. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að vinna með skólastjórum að fjárhagsáætlunargerð fyrir hverja stofnun fyrir sig og leggja drög að áætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.
4.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Málsnúmer 1408014
Unnið var áfram með drög að starfsáætlun fyrir árið 2015.
5.
Viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns
Málsnúmer 1409039
Fræðslunefnd fór yfir viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns fyrir grunnskóla.