Fara í efni

Fræðslunefnd

6. fundur
8. október 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Fræðslunefndar
Málsnúmer 1409064
Farið var yfir áætlanir um rekstur fræðslustofnana 2015 og leitað leiða til að aðlaga þær að fjárheimildum. Töluverður munur er á fjárþörf og fjárhagsramma og munar þar mestu um aukinn launakostnað vegna nýrra kjarasamninga. Þá fjölgar nemendum í leik- og grunnskólum sem kallar á fleiri stöðugildi í skólum. Einnig er þörf á að bæta tölvutengingar í leikskólum og endurnýja tölvur í grunn-, leik- og tónlistarskólum. Rætt var um breytingar á úthlutunarreglum til grunnskóla sem m.a. tengjast breyttum starfsháttum skóla, hagkæmari stærð námshópa og skipulagi á sér- og stuðningskennslu. Nefndin telur óraunhæft að ná þeirri hagræðingu sem fjárhagsramminn kallar á án róttækrar breytinga á þeirri þjónustu sem veitt er og óskar eftir að bæjarráð endurskoði rammann. Nefndin felur fræðslustjóra að vinna að nýjum úthlutunarreglum út frá leiðbeiningum nefndarinnar og leggja drög að reglum fyrir næsta fund.
2.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Málsnúmer 1408014
Farið var yfir drög að starfsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2015.
3.
Gjaldskrár í fræðslustofnunum
Málsnúmer 1410025
Farið var yfir samanburð á gjaldskrám Fjarðabyggðar í fræðslumálum og nokkurra annarra sveitarfélaga. Fræðslunefnd frestar frekari umræðu um gjaldskrár til næsta fundar.