Fræðslunefnd
7. fundur
21. október 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Aðalheiður Vilbergsdóttir Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Vakin er athygli á að mennta - og menningarmálarn. hefur sett í opið samráðsferli breytingar á grunnskólum er varða frístundaheimili.
Borist hefur erindi til sveitarfélagsins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að ráðuneytið hefur sett í opið samráðsferli breytingar á grunnskólum er varða frístundaheimili. Meðfylgjandi er greinargerð starfshóps sem fjallaði um stefnumörkun í málefnum frístundaheimila og tillaga starfshópsins um frumvarpstexta. Í frumvarpstextanum er lögð skýrari lagaumgjörð um frístundastarf barna í grunnskóla. Börn á Íslandi dvelja í auknum mæli á frístundaheimilum og samkvæmt nýlegri könnun nýta 70% barna á aldrinum 6-9 ára þjónustu frístundaheimila. Í Fjarðabyggð nýta nú um 45% barna á aldrinum 6-9 ára þjónustu frístundaheimila og um 65% barna á aldrinum 6-7 ára. Fræðslunefnd fagnar að verið sé að skýra lagaumgjörð um frístundaheimili og felur fræðslustjóra að kynna erindið skólastjórum grunnskóla og fara með þeim yfir frumvarpstextann.
2.
Undirbúningur að stefnumótun í fræðslu- og frístundamálum
Fræðslunefnd ræddi undirbúning að stefnumótun í fræðslu- og frístundamálum og felur fræðslustjóra að vinna málið áfram.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Fræðslunefndar
Fræðslunefnd fór yfir áætlanir um rekstur fræðslustofnana 2015 og fræðslustjóri lagði fram drög að úthlutunarreglum sem taka mið af leiðbeiningum sem ræddar voru á síðasta fundi nefndarinnar. Reglurnar miða að því að hagræði verði náð í skólastarfi án þess að það komi niður á þjónustu við nemendur og nýttir þeir möguleikar sem felast í nýjum kjarasamningum. Við úthlutun fjármagns er tekið mið af nýjum reglum og einnig er gert ráð fyrir að hægt verði að ná auknu hagræði í stjórnun með tilkomu nýrra kjarasamninga. Þá er gert ráð fyrir að samstarf skóla aukist. Einnig lagði fræðslustjóri fram minnisblað um skólasund nemenda á Reyðarfirði að ósk bæjarráðs. Í því kemur m.a. fram að kostnaður við að keyra nemendur í skólasund til Eskifjarðar yrði um 4 milljónir króna og skóladagur nemenda lengist. Lagt fram til kynningar og umræðu og vísað til bæjarráðs.
4.
Staðan í kjarasamningum tónlistarkennara og sveitarfélaga
Fræðslustjóri gerði grein fyrir stöðunni í kjarasamningum tónlistarkennara og sveitarfélaga. Ef ekki nást samningar í tæka tíð hefst verkfall félagsmanna FT miðvikudaginn 22. október. Fræðslunefnd skorar á samninganefndirnar að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ljúka samningum þannig að ekki komi til verkfalls.
5.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Tekin voru til umræðu drög að starfsáætlun í fræðslumálum fyrir 2015. Fræðslunefnd samþykkir drögin og vísar til bæjarráðs.
6.
Gjaldskrár í fræðslustofnunum
Fræðslunefnd fór yfir gjaldskrár í fræðslumálum sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar. Fræðslunefnd leggur til að gjaldskrá skólamáltíða lækki um 5%, gjaldskrá leikskóla verði óbreytt, gjaldskrá tónlistarskóla hækki um 3,4% sem og gjaldskrá grunnskóla og frístundaheimila, en jafnframt verði tekinn upp systkinaafsláttur við leikskóla. Fulltrúar meirihlutans samþykkja fyrirliggjandi gjaldskrár. Fulltrúi minnihluta samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrár með þeim fyrirvara að heildstæðri vinnu við fjárhagsáætlun er ekki lokið.
7.
214.mál til umsagnar frumvarp til laga um framhaldsskóla
Borist hefur erindi til sveitarfélagsins frá allsherjar- og menntamálanefnd þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um framhaldsskóla 214. mál. Óskað er eftir umsögn fyrir 3. nóvember. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að vinna málið áfram.