Fara í efni

Fræðslunefnd

8. fundur
11. nóvember 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir Aðalmaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fjölskyldustefna Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1411001
Bæjarstjóri koma á fund nefndarinnar og fylgdi eftir tillögu um gerð fjölskyldustefnu fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð hefur samþykkt tillöguna sem fram kemur í minnisblaðinu og falið bæjarstjóra að hefja undirbúning að vinnu við stefnumótun. Fræðslunefnd fagnar tillögunni sem fellur vel að þeirri stefnumótun sem framundan er í fræðslumálum.
2.
Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Málsnúmer 1411002
Lagt er fram til kynningar aðalfundarboð Skólaskrifstofu Austurlands ásamt áætlun ársins 2015 og ársreikingi 2013. Til aðalfundar 2014 er boðað 21. nóvember 2014. Páll Björgvin Guðmundsson, stjórnarmaður í Skólaskrifstofu Austurlands, verður fulltrúi Fjarðabyggðar á fundinum.
3.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Fræðslunefndar
Málsnúmer 1409064
Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 sem fór til fyrri umræðu í bæjarstjórn 30. október og breytingar sem gerðar voru á áætluninni á fundi bæjarráðs 3. nóvember og bæjarstjórnar 6. nóvember er varða Stöðvarfjarðarskóla. Nefndin fjallaði m.a. um samstarf Stöðvarfjarðarskóla og skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði, um þá hugmynd að útbúa sameiginlega unglingadeild skólanna á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eða Reyðarfjarðar og áhrif hugmyndar að breyttum viðmiðunarreglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla. Umræðu frestað til næsta nefndarfundar sem fyrirhugaður er 25. nóvember.
4.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Málsnúmer 1408014
Farið var yfir drög að starfsáætlun 2015 í fræðslumálum sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn og ræddar breytingar á henni í takt við umræðu um fjárheimildir hér að framan.
5.
Viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns
Málsnúmer 1409039
Fræðslustjóri fór yfir drög að viðmiðunarreglum um úthlutun kennslutímamagns til grunnskóla og áhrif þeirra á kennslutímamagn til skólanna. Með nýjum reglum er gert ráð fyrir hagkvæmari stærð námshópa eða bekkja og lítillegri fækkun kennslutímamagns til sér- og stuðningskennslu sem og til kennslu innflytjendabarna en samhliða er gert ráð fyrir að farið verði yfir skipulag þeirrar kennslu með aðstoð stoðþjónusta skólanna, þ.e. Skólaskrifstofu Austurlands. Fræðslustjóra falið að vinna málið áfram.