Fræðslunefnd
9. fundur
25. nóvember 2014 kl. 16:30 - 00:00
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Pálína Margeirsdóttir Formaður
Lísa Lotta Björnsdóttir Varaformaður
Óskar Þór Guðmundsson Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Kjartan Glúmur Kjartansson Varamaður
Þóroddur Helgason Embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 - Fræðslunefndar
Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2015 sem fór til fyrri umræðu 6. nóvember. Fyrir lá minnisblað fræðslustjóra um kosti og ókosti sameiginlegrar unglingadeildar skólanna á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Eskifirði í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eða Grunnskóla Reyðarfjarðar og minnisblað fræðslustjóra um nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til grunnskóla. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að umræðu um sameiginlegt unglingastig verði vísað til vinnu KPMG um úttekt á rekstri sveitarfélagsins sem nú er að fara af stað og því verði ekki gert ráð fyrir sameiginlegri unglingadeild í fjárhagsáætlun 2015. Meirihluti fræðslunefndar leggur til við bæjarráð að stuðst verði við nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns við gerð fjárhagsáætlunar í fræðslumálum 2015. Fulltrúi Fjarðalistans vill vísa tillögu um nýjar úthlutunarreglur til vinnu KPMG líkt og tillögu um unglingadeild.
2.
Starfsáætlun 2015 - fræðslumál
Farið var yfir drög að starfsáætlun í fræðslumálum fyrir árið 2015. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að starfsáætlun verði breytt til samræmis við breytingar í fundarlið eitt, fjárheimildir í fjárhagsáætlun 2015 í fræðslumálum, og aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á starfsáætlun milli umræðna í bæjarstjórn, þ.e. að horfið verði frá breytingum á Stöðvarfjarðarskóla og unglingadeild á miðsvæði Fjarðabyggðar. Fulltrúi Fjarðalistans gerir fyrirvara við starfsáætlun hvað varðar endurskoðun á úthlutunarreglum kennslutímamagns, en samþykkir starfsáætlun að öðru leyti.
3.
Viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun tímamagns til grunnskóla. Við gerð nýrra reglna er þess gætt að skólar njóti sjálfstæðis við ráðstöfun þess kennslustundamagns sem úthlutað er hverju sinni. Stærð námshópa og samsetning þeirra, sem og ráðstöfun tímamagns til kennslu og stuðnings verður áfram á valdi skólanna sem gæta þess að ráðstafa tímamagninu þannig að það nýtist nemendum og skólum sem best. Meirihluti fræðslunefndar samþykkir fyrir sitt leyti nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns og vísar þeim til bæjarráðs. Fulltrúi Fjarðalistans vill vísa tillögu um nýjar úthlutunarreglur til vinnu KPMG eins og kemur fram í fyrsta lið fundargerðarinnar.
4.
Styrking verklegrar kennslu í skólum Fjarðabyggðar
Fyrir liggur minnisblað fræðslustjóra um framgang verkefnisins Verklegt er vitið. Í minnisblaðinu kemur fram að unnið hafi verið eftir áætlun. Meðal annars kemur fram að haldin hafi verið námskeið í eðlis- og efnafræðikennslu, verið sé að kaupa búnað í náttúrufræðistofur og búnað í leikskóla. Einnig er hafin kennsla í vélfræði fyrir elstu nemendur grunnskóla. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið og framgang þess.
5.
Framlög vegna nýbúafræðslu 2015
Borist hefur bréf frá jöfnunarsjóði um áætlað framlag vegna nýbúakennslu upp á 6.370.000 kr. Lagt fram til kynningar.
6.
Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2015
Borist hefur bréf frá jöfnunarsjóði um áætlað framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda upp á 12.000.000 kr. Lagt fram til kynningar.
7.
Stjórnarfundir Skólaskrifstofu Austurlands 2014
Fyrir liggja fundargerðir stjórnar og framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands. Fundagerðirnar má lesa á heimasíðu Skólaskrifstofu Austurlands. Lagt fram til kynningar