Fara í efni

Hafnarstjórn

58. fundur
12. maí 2009 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Siglingamerki við Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 0903060
<DIV><DIV>Kynntur tölvupóstur frá Alcoa dags. 5. maí 2009 vegna erindis til Siglingastofnunar um innsiglingarmerki við Mjóeyrarhöfn og svar stofnunarinnnar við því.</DIV></DIV>
2.
Grjótvörn utan við Tangabryggju á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 0905010
<DIV><DIV><DIV>Erindi frá Loðnuvinnslunni hf. dags. 29. apríl 2009 þar sem óskað er eftir leyfi til að grjótverja fyllingu utan við Tangabryggju á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti en vísar málinu til umhverfis- og skipulagssviðs til umfjöllunar og afgreiðslu.</DIV></DIV></DIV>
3.
Skólphreinsistöð
Málsnúmer 0905009
<DIV><DIV>Umsókn frá Bólholti ehf. dags. 5. maí 2009 um lóð nr. 3 á Mjóeyrarhöfn fyrir skólphreinsistöð. Hafnarstjórn samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti en vísar málinu til umhverfis og skipulagssviðs til umfjöllunar og afgreiðslu.</DIV></DIV>
4.
Um hafnaraðstöðu og viðlegukant fyrir Skrúð við gömlu bæjarbryggjuna
Málsnúmer 0905016
<DIV><DIV>Bréf frá Fjarðaferðum dags. 21. apríl 2009 þar sem skorað er á hafnarstjórn að fara í endurbætur á bæjarbryggjunni á Norðfirði.  Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að funda með Fjarðaferðum um málið.</DIV></DIV>
5.
Upptökumannvirki fyrir smábáta á Eskifirði
Málsnúmer 0903094
<DIV>Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við lóðareigenda og leggja niðurstöðu fyrir hafnarstjórn.</DIV>
6.
Endurbygging Barksins
Málsnúmer 0904043
<DIV>Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Búið er að leita tilboða í timbur í bryggjuna og er verið að vinna úr þeim og yfirfara efnismagn sem þarf í bryggjuna. Hafnarstjórn samþykkir að keypt verði fura í bryggjuna og leitað tilboða í vinnu við endurbætur hennar.</DIV>
7.
Framkvæmd við stálþil við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 0905031
<DIV>Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu og fór yfir stöðu þess miðað við fjárhagsáætlun. Fyrir liggur að steypa verður kant og setja á hann þybbur til að hægt sé að fara að nýta hann.  Hafnarstjórn samþykkir að ráðast í verkið.</DIV>
8.
Starfsmannahald á Fjarðabyggðarhöfnum
Málsnúmer 0905028
<DIV>Fjallað var um starfsmannahald á Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna í málinu.</DIV>
9.
Aðalfundarboð, fimmtudaginn 21. maí
Málsnúmer 0905045
<DIV><DIV>Bréf frá Fiskmarkaði Austurlands dags. 7. maí 2009 þar sem boðað er til aðalfundar Fiskmarkaðar Austurlands fimmtudaginn 21. maí 2009 kl. 12:00 á Eskifirði. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vera  fulltrúi hafnarstjórnar á fundinum. </DIV></DIV>