Fara í efni

Hafnarstjórn

57. fundur
5. maí 2009 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Kynningarmál vegna skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 0904081
<DIV>Að beiðni hafnarstjórnar á fundi 21. apríl 2009 mætir ferða og menningamálafulltrúi Fjarðabyggðar, Hildigunnur Jörundsdóttir, til að fara yfir kynningamál hafnarinnar sérstaklega með tilliti til markaðssetningar fyrir skemmtiferðaskip.  Fram kom að aðalfundur Cruise Iceland verður haldinn 14. maí nk. og mun framkvæmdastjóri fara á fundinn.</DIV>
2.
Umhverfis- og framkvæmdarmál Fjarðabyggðahafna
Málsnúmer 0904082
<DIV><DIV>Að beiðni hafnarstjórnar 21. apríl 2009 mætir til fundarins umhverfisfulltrúi Fjarðabyggðar, Árni Steinar Jóhannsson ásamt Óttari Guðmundssyni skipulagsfulltrúa, til að fara yfir umhverfisverkefni tengd höfnunum.</DIV></DIV>
3.
Tillaga varðandi umhverfisþátt Fjarðabyggðahafna
Málsnúmer 0904069
<DIV>
<DIV>Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi hafnarstjórnar 21. apríl 2009 til fyrirtöku á næsta fundi hafnarstjórnar.Tillaga varðandi umhverfisþátt Fjarðabyggðahafna.Við undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn leggjum til að gerð verði umhverfisáætlun fyrir Fjarðabyggðahafnir með umhverfisvottun hafnanna í huga. Greinargerð:  Þar sem Fjarðabyggðarhafnir eru nú þegar að leggja umtalsverða fjármuni í umhverfismál hafnanna teljum við mjög mikilvægt að unnið sé eftir fyrirfram ákveðinni áætlun hvað þessi mál varðar. Þannig munu fjármunir nýtast og skilvirkni þessarrar vinnu verða sem best. Sérstaklega skal taka mið að móttöku skemmtiferðaskipa í upphafi umhverfisáætlunar og þarf því Eskifjarðarhöfn að njóta ákveðins forgangs í upphafi vinnunnar.Stefnt skal að opinberri umhverfisvottun fyrir allar hafnir Fjarðabyggðar í þessarri vinnu.Sævar Guðjónsson, Óskar Þór Hallgrímsson.  Hafnarstjórn samþykkir það sem tillagan felur í sér varðandi umhverfis áætlun en felur framkvæmdastjóra að skoða hvað felst í umhverfisvottun.</DIV></DIV>
4.
Tillaga varðandi upplýsingabækling og heimsíðu fyrir Fjarðabyggðahafnir
Málsnúmer 0904070
<DIV>
<DIV>Eftirfarandi tillaga var lögð fram á fundi hafnarstjórnar 21. apríl 2009 til fyrirtöku á næsta fundi hafnarstjórnar.Tillaga varðandi upplýsingabækling og heimasíðu fyrir Fjarðabyggðahafnir, með sérstöku tilliti til skemmtiferðaskipa. Við undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn leggjum til að hafin verði, sem allra fyrst, vinna við gerð upplýsingabæklings og söfnun efnis fyrir heimasíðugerð fyrir Fjarðabyggðahafnir.Greinargerð:  Þar sem Fjarðabyggðahafnir eru nú að ganga í Cruise Iceland teljum við mjög mikilvægt að útbúið verði sem allra fyrst kynningarefni fyrir heimasíðu og bæklingagerð og verði sú vinna unnin í nánu samstarfi við menninga- og ferðamálafulltrúa auk upplýsinga- og kynningarfulltrúa Fjarðabyggðar. Nauðsynlegt er að gera markaðsáætlun samhliða þessarri vinnu. Sævar Guðjónsson Óskar Þór Hallgrímsson Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra eftirfylgni hennar.  Vinna að þeim málum sem tillagan felur í sér hefur staðið yfir um nokkurt skeið.</DIV></DIV>
5.
Samningur um afleysingarvinnu skipstjóra og/eða hafnsögumanns
Málsnúmer 0903057
<DIV><DIV>Fyrra samkomulagi milli Fjarðabyggðarhafna og Tandrabergs ehf hefur verið sagt upp með bréfi dags. 10. mars 2009. Lögð voru fram drög að nýju samkomulagi milli aðila um afleysingu skipstjóra, hafnsögumanns og vélstjóra á dráttarbát hafnarinnar.</DIV><DIV>Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.</DIV></DIV>