Fara í efni

Hafnarstjórn

59. fundur
3. júní 2009 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundarboð, fimmtudaginn 21. maí
Málsnúmer 0905045
Fundargerð aðalfundar Fiskmarkaðar Austurlands dags. 21. maí 2009 kynnt. Jafnframt tilnefnir hafnarstjórn Steinþór Pétursson fulltrúa Fjarðabyggðarhafna í stjórn félagsins.
2.
Fundagerð aðalfundar Cruise Iceland 14.maí
Málsnúmer 0905122
<DIV>Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland dags. 14. maí 2009. Á fundinum var aðildarumsókn Fjarðabyggðarhafna að Cruise Iceland samþykkt. Kynnt.</DIV>
3.
Flotbryggja á Norðfirði - úrskurður vegna málskots 12.janúar 2009
Málsnúmer 2009-02-19-252
<DIV>Kynnt álit lögfræðideildar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 27. maí 2009 vegna fyrirspurnar varðandi tjóna á flotbryggju. Hafnarstjórn ákvað að aðhafast ekki frekar í málinu.</DIV>
4.
Samkomulag um niðurfellingu eða afslátt af hafnargjöldum
Málsnúmer 0905105
<DIV>Erindið kynnt</DIV>
5.
Umsögn vegna umsóknar um hafnsögumannsskírteini
Málsnúmer 0905058
<DIV>Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að veita umsögn vegna umsóknar Þórðar Sveinssonar um hafnsögumannsskírteini.</DIV>
6.
Um hafnaraðstöðu og viðlegukant fyrir Skrúð við gömlu bæjarbryggjuna
Málsnúmer 0905016
Minnisblað dags. 19. maí 2009 frá fundi með fulltrúm Fjarðarferða vegna beiðni þeirra um endurbætur á bæjarbryggjunni á Norðfirði. Kynnt.
7.
Beiðni um niðurfellingu á hafnargjöldum
Málsnúmer 0905112
<DIV><DIV>Bréf frá blakdeild Þróttar í Neskaupstað og blakdeild Hattar á Egilsstöðum dags. 19. maí 2009 þar sem óska er eftir niðurfellingu hafnargjalda af sandi sem flytja þarf að á staðinn fyrir strandblakvelli sem verið er að koma upp.Hafnarstjórn samþykkir að fella niður vörugjöld af sandi vegna þessara valla.</DIV></DIV>
8.
Framkvæmd við lengingu olíubyggju Norðfirði
Málsnúmer 0905161
<DIV><DIV>Farið var yfir stöðu framkvæmda við olíubryggjuna í Neskaupstað. Hafnarstjórn samþykkti að láta hanna þekju og lagnir í hana.</DIV></DIV>
9.
Framkvæmd við stálþil við Egersund á Eskifirði
Málsnúmer 0905031
<DIV><DIV>Farið var yfir stöðu framkvæmda og beiðni Egersunds um að gerð þekju verði lokið hið fyrsta.Hafnarstjórn samþykkti að fela framkvæmdastjóra að láta ljúka hönnun þekju og lagnateikninga fyrir bryggjuna.  Jafnframt var framkvæmdastjóra falið að kanna möguleika á því að verkinu verði lokið.</DIV></DIV>
10.
Framkvæmdir við bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 0905163
<DIV><DIV>Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að hefja undirbúning endurbóta á bæjarbryggjunni og láta gera hönnunar og vinnuteikningar af endurbótunum.</DIV></DIV>
11.
Framkvæmdir við safnahúsið á Norðfirði
Málsnúmer 0905162
<DIV><DIV>Farið var yfir stöðu mála vegna fjárveitingar til Safnahússins á Norðfirði. Nokkur umræða varð um litaval á húsið.  Hafnarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti að hafa húsið rautt að lit með hvítum gluggum og hurðum og svart þak.        </DIV><DIV> </DIV></DIV>
12.
Upptökumannvirki fyrir smábáta á Eskifirði
Málsnúmer 0903094
<DIV>Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir viðræðum við lóðareiganda.  Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ganga til samninga við lóðareiganda.</DIV>
13.
Seatrade Hamborg - sýning
Málsnúmer 0905160
<DIV>Tölvupóstur frá Ferðamálastofu dags. 29. maí 2009, þar sem kannað er hvort áhugi er fyrir þátttöku í sölusýningu vegna skemmtiferðaskipa í Hamborg 15-17. september í haust. Hafnarstjórn samþykkir að senda einn fulltrúa á sölusýninguna og fyrsta kynningarefni sveitarfélagsins verði tilbúið fyrir þann tíma.</DIV>
14.
Endurskoðun hafnarreglugerðar Fjarðabyggðarhafna
Málsnúmer 0905078
<DIV>Lögð fram drög að endurskoðaðri hafnarreglugerð fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn samþykkir endurskoðaða reglugerð með smávægilegum breytingum og vísar reglugerðinni til bæjarstjórnar til umfjöllunar.</DIV>