Hafnarstjórn
103. fundur
13. september 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Beiðni um styrk til viðhalds bryggju við Strandgötu 60b
<DIV&gt;Bréf frá eigendum Strandgötu 60b á Eskifirði dags. 6. september 2012 þar sem þeir óska eftir styrk til viðhalds gamalli bryggju á Eskifirði. Eigendurnir gera ráð fyrir að fara í viðgerðina á árinu 2013. Hafnarstjórn samþykkir erindið.</DIV&gt;
2.
Endurbætur gamalla bryggja í Fjarðabyggð
<DIV&gt;<DIV&gt;Bréf frá Húsfélaginu Strandgötu 64 Eskifirði dags. 24. ágúst 2012, þar sem þeir lýsa því yfir að þeir telji sig ekki eiga bryggjuna eða það sem eftir er af henni sem stendur neðan við húsið.&nbsp; Kynnt og felur hafnarstjórn framkvæmdastjóra að láta fjarlægja bryggjuna.</DIV&gt;</DIV&gt;
3.
Fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016
<DIV&gt;Kynnt drög að bréfi til Siglingastofnunar vegna samgönguáætlunar 2013-2016.&nbsp; Hafnarstjórn samþykkti drögin.</DIV&gt;
4.
Fundagerðir CI á árinu 2012
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 13. ágúst 2012. Kynnt.
5.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2012
<DIV&gt;Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 29. ágúst 2012 nr. 349, ásamt gögnum vegna hafnasambandsþings í Vestmannaeyjum. Kynnt.&nbsp; Framkvæmdastjóra falið að koma á framfæri við stjórn hafnarsambandsins athugasemd við tillögu að breyttum útreikningi aðildargjalda sambandsins og fulltrúafjölda.</DIV&gt;
6.
Rafvæðing gámakrana Mjóeyrarhöfn
Gerð grein fyrir fyrirspurn Eflu varðandi fyrirhugaða rafvæðingu gámakrana Eimskipa á Mjóeyrarhöfn. Kynnt.
7.
Brú yfir Lambeyrará
<DIV&gt;<DIV&gt;Innsend hugmynd til hafnarstjórnar um að láta gera göngubrú yfir Lambeyraránna á nýju fyllingunni í stíl við brú sem var yfir sömu á á síðustu öld.&nbsp; Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna í málinu.</DIV&gt;</DIV&gt;
8.
Fjárhagsáætlun 2013 - Hafnarstjórn
<DIV&gt;Farið yfir frumdrög fjárhagsáætlunar fyrir hafnarsjóð árið 2013, ásamt umræðu um gjaldskrá og framkvæmdir ársins. Hafnarstjórn fór yfir drögin og fól framkvæmdastjóra að vinna áætlunina áfram.</DIV&gt;