Hafnarstjórn
104. fundur
2. október 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Bréf Heilbrigðiseftirlits Austurlands er varðar umsóknir um starfsleyfi fyrir laxeldi allt að 200 tonnum
<DIV&gt;Bréf HAUST frá 13.september þar sem fram kemur að Heilbrigðisnefnd Austurlands hafnar öllum starfsleyfisumsóknum um allt að 200 tonna leyfi til laxeldis. Vísað frá bæjarráði til kynningar í hafnarstjórn.</DIV&gt;
2.
Þekja frystihúsbryggju Eskifirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Erindinu var frestað á fundi hafnarstjórnar þann 21. ágúst 2012. Fyrir fundinum láu minnisblöð framkvæmdastjóra frá fundum með Eskjumönnum og eiganda Tandrabergs. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ýta verkinu af stað skv. tillögu 3 í minnisblaði Siglingastofnunar.</DIV&gt;</DIV&gt;
3.
Hafnarmál á Norðfirði
<DIV&gt;<DIV&gt;Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu málsins en unnið er að skipulagsferlinu, stálið hefur verið pantað og er væntanlegt til landsins í lok nómvember nk. Umræða hefur verið um stærð smábátahafnarinnar í samþykktri framkvæmd og því hvort hún verði strax&nbsp;of lítil. Hafnarstjórn fór yfir fyrirliggjandi tillögur og samþykkti að breyta fyrri ákvörðun um framtíðarsýn 1 og fara eftir framtíðarsýn 2.</DIV&gt;</DIV&gt;
4.
Fjárhagsáætlun 2013 - Hafnarstjórn
<DIV&gt;Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2013 ásamt gjaldskrá og langtímaáætlun.&nbsp; Drögin&nbsp;yfirfarin&nbsp;og tilbúin&nbsp;til kynningar í bæjarráði.</DIV&gt;