Hafnarstjórn
106. fundur
6. nóvember 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
<DIV&gt;Gerð grein fyrir gangi mála varðandi markaðssetningu Fjarðabyggðarhafna fyrir skemmtiferðaskip. Fyrir fundinum lá skýrsla frá markaðsvinnu framkvæmdastjóra hafnanna og markaðsráðgjafa. Björn Ingi mætti á fundinn. Kynnt.</DIV&gt;
2.
Umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 22. október 2012 þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003. Hafnarstjórn sammála um að senda ekki umsögn en frumvarpið er lagt fram eins og það var kynnt á Hafnasambandsþingi í lok september.
3.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2012
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 351 frá 15. október 2012. Til kynningar.
4.
Fundagerðir CI á árinu 2012
<DIV&gt;Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 25. október 2012 kynnt.</DIV&gt;
5.
Erindi frá innanríkisráðuneyti - ósk um upplýsingar fyrir AMATII verkefnið
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 22. október 2012 þar sem óskað er eftir upplýsingum fyrir innanríkisráðuneytið um hafnir Fjarðabyggðar. Kynnt.
6.
Fiskmarkaður Austurlands - 8. mánaðauppgjör
<DIV&gt;Átta mánaða uppgjör Fiskmarkaðar Austurlands. Kynnt.</DIV&gt;
7.
Styrkbeiðni um enduruppbyggingu bryggju við sjóhús að strandgötu 19,740 Neskaupstað
<DIV&gt;Erindi dags. 24. október 2012 þar sem óskað er eftir styrk til endurbóta á gamalli bryggju að Strandgötu 19 Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkir greiðslu kostnaðar sem nemur helmingi af heildarkostnaði verks skv. framlögðum reikningum, styrkur getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 500.000 kr.</DIV&gt;
8.
Geymsluskýli fyrir bulkvöru á Mjóeyararhöfn
<DIV&gt;Erindi er varðar byggingu geymsluskýlis á Mjóeyrarhöfn fyrir framleiðsluvörur Alcoa. Kynnt og tekið fyrir síðar.</DIV&gt;
9.
Skipulag smábátahafnar á Fáskrúðsfirði
<DIV&gt;Erindi frá Björgunarsveitinni Geisla dags. 11. október 2012. Um að við hönnun og skipulag smábátahafnarinnar á Fáskrúðsfirði verði gert ráð fyrir nýrri björgunarmiðstöð sem risið geti í framtíðinni.&nbsp; Framkvæmdastjóra falið að ræða við formann Geisla.</DIV&gt;
10.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
<DIV&gt;Fyrir fundinum liggja frumdrög að umhverfisfrágangi við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn fór yfir drögin og gerði athugasemdir.</DIV&gt;
11.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
<DIV&gt;Fyrir fundinum liggja frumdrög að umhverfisfrágangi við höfnina á Stöðvarfirði unnar af Landmótun sf. Hafnarstjórn fór yfir drögin og gerði athugsemdir.</DIV&gt;