Fara í efni

Hafnarstjórn

106. fundur
6. nóvember 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
<DIV>Gerð grein fyrir gangi mála varðandi markaðssetningu Fjarðabyggðarhafna fyrir skemmtiferðaskip. Fyrir fundinum lá skýrsla frá markaðsvinnu framkvæmdastjóra hafnanna og markaðsráðgjafa. Björn Ingi mætti á fundinn. Kynnt.</DIV>
2.
Umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003
Málsnúmer 1210164
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 22. október 2012 þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003. Hafnarstjórn sammála um að senda ekki umsögn en frumvarpið er lagt fram eins og það var kynnt á Hafnasambandsþingi í lok september.
3.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2012
Málsnúmer 1202146
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 351 frá 15. október 2012. Til kynningar.
4.
Fundagerðir CI á árinu 2012
Málsnúmer 1204109
<DIV>Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 25. október 2012 kynnt.</DIV>
5.
Erindi frá innanríkisráðuneyti - ósk um upplýsingar fyrir AMATII verkefnið
Málsnúmer 1210165
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 22. október 2012 þar sem óskað er eftir upplýsingum fyrir innanríkisráðuneytið um hafnir Fjarðabyggðar. Kynnt.
6.
Fiskmarkaður Austurlands - 8. mánaðauppgjör
Málsnúmer 1211016
<DIV>Átta mánaða uppgjör Fiskmarkaðar Austurlands. Kynnt.</DIV>
7.
Styrkbeiðni um enduruppbyggingu bryggju við sjóhús að strandgötu 19,740 Neskaupstað
Málsnúmer 1210174
<DIV>Erindi dags. 24. október 2012 þar sem óskað er eftir styrk til endurbóta á gamalli bryggju að Strandgötu 19 Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkir greiðslu kostnaðar sem nemur helmingi af heildarkostnaði verks skv. framlögðum reikningum, styrkur getur þó aldrei numið hærri fjárhæð en 500.000 kr.</DIV>
8.
Geymsluskýli fyrir bulkvöru á Mjóeyararhöfn
Málsnúmer 1210173
<DIV>Erindi er varðar byggingu geymsluskýlis á Mjóeyrarhöfn fyrir framleiðsluvörur Alcoa. Kynnt og tekið fyrir síðar.</DIV>
9.
Skipulag smábátahafnar á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1210116
<DIV>Erindi frá Björgunarsveitinni Geisla dags. 11. október 2012. Um að við hönnun og skipulag smábátahafnarinnar á Fáskrúðsfirði verði gert ráð fyrir nýrri björgunarmiðstöð sem risið geti í framtíðinni.  Framkvæmdastjóra falið að ræða við formann Geisla.</DIV>
10.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
<DIV>Fyrir fundinum liggja frumdrög að umhverfisfrágangi við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn fór yfir drögin og gerði athugasemdir.</DIV>
11.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211017
<DIV>Fyrir fundinum liggja frumdrög að umhverfisfrágangi við höfnina á Stöðvarfirði unnar af Landmótun sf. Hafnarstjórn fór yfir drögin og gerði athugsemdir.</DIV>