Fara í efni

Hafnarstjórn

107. fundur
4. desember 2012 kl. 16:30 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2012
Málsnúmer 1202146
Fundargerð stjórnar hafnasambands Íslands nr. 352 frá 19. nóvember 2012. Kynnt.
2.
Ný reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda
Málsnúmer 1211165
Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem kynnt er ný reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. Til kynningar.
3.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Málsnúmer 1201079
Erindi varðandi umsögn vegna 4000 tonna laxeldis í sjókvíum í Fáskrúðsfirði visað frá bæjarráði til umsagnar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn staðfesti umsögn framkvæmdastjóra sem veitt var til bæjarráðs.
4.
Brú yfir Lambeyrará
Málsnúmer 1208086
Kynnt niðurstaða boðs til Verkmenntaskóla Austurlands um að smíða brúna, en að mati deildarstjóra tréiðnadeildar er verkið of tímafrekt með öðrum þáttum námsins, en þakkar jafnframt gott boð. Málinu frestað.
5.
Fyrirspurn um innheimtu vörugjalda
Málsnúmer 1202114
Framhald máls vegna vörugjalda við umskipun úr Ölmu á Fáskrúðsfirði síðasta haust. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra á grunni nýrra upplýsinga að ganga frá málinu.
6.
Ferðaleiðir stiklur og námskeið
Málsnúmer 1211152
Kynnt hugmynd að námskeiði fyrir leiðsögumenn og áætlun um kostnað.
Einnig kynnt drög að stiklum til leiðsagnar í Fjarðabyggð.
Hafnarstjórn leist vel á drög að stiklum og samþykkti að hrinda námskeiði af stað í upphafi árs 2013.
7.
Hafnarkerfi í Navision í stað Lóðsins
Málsnúmer 1211167
Í skoðun hefur verið hvaða skráningarkerfi geti leyst gamla Lóðsinn af hólmi. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn heimilar framkvæmdastjóra að ganga frá málinu í samræmi við umræðu á fundinum.
8.
Franski spítalinn - bryggjuaðstaða
Málsnúmer 1105174
Hafnarstjórn fór yfir stöðu málsins og frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
9.
Mjóeyrarhöfn - lestunarskýli við hafnarsvæði
Málsnúmer 1211143
Erindi frá Eimskipum varðandi byggingu skemmu við Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn tekur jákvætt í málið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá því í samráði við bæjarstjóra.
10.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Hafnarstjórn fór yfir ný drög að umhverfisfrágangi við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði og líst vel á framkomnar hugmyndir en óskar eftir smávægilegum breytingum.