Fara í efni

Hafnarstjórn

108. fundur
18. desember 2012 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Löndunarkrani smábáta Norðfirði
Málsnúmer 1210141
Fyrir fundinum lá minnisblað framkvæmdastjóra um verð á krönum. Hafnarstjórn samþykkti að kaupa krana frá Framtak Blossa ehf, en um er að ræða samskonar krana og er í notkun við löndun úr smábátum á Stöðvarfirði.
2.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
Hafnarstjórn samþykkir fyrirkomulag hafnargjalda vegna komu skemmtiferðaskipa.
3.
Þátttaka í Seatrade Marseille haust 2012 og Miami 2013
Málsnúmer 1206118
Skýrsla Björns Inga Knútssoanr frá Seatrade Marseille og ákvörðun um að senda fulltrúa á sýninguna í Miami í mars 2013. Skýrslan kynnt og sammþykkti hafnarstjórn jafnframt að senda fulltrúa á sölusýninguna í Miami.
4.
Þekja frystihúsbryggju Eskifirði
Málsnúmer 1203080
Kynnt að útboðsgögn vegna þekju á Eskifirði væru tilbúin. Gert var ráð fyrir að verkið yrði unnið á árinu 2012 og þess vegna ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáælutn 2013. Hafnarstjórn samþykkir að fara í framkvæmdina á árinu 2013 og óskar eftir staðfestingu bæjarstjórnar.
5.
Fjármögnun milli sjóða
Málsnúmer 1212063
Fram lagður samningur milli sjóða sveitarfélagsins.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn