Hafnarstjórn
109. fundur
22. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Fundargerðir verkefnahóps um Drekasvæðið - Vísað til kynningar í hafnarstjórn frá bæjarráði. Farið var yfir stöðu mála í verkefninu.
2.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Umfjöllun um stöðu verkefnisins og lögð fram verkáætlun.
3.
Fundagerðir CI á árinu 2012
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 6. desember 2012. Kynnt.
4.
Brú yfir Lambeyrará
Málinu var frestað á síðasta fundi hafnarstjórnar þann 4. desember sl. Fyrir fundinum lá gróft kostnaðarmat á smíði brúarinnar. Hafnarstjórn samþykkir að þetta verði fyrsta skref í yfirborðsfrágangi bak við grjótvörn á Eskifirði.
5.
Endurnýjun hafnsögumannsskýrteinis
Erindi frá Óla Hans Gestssyni dags. 17. janúar 2013 þar sem hann óskar eftir umsögn hafnarstjórnar til að geta endurnýjað hafnsögumannskírteinið sitt. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að Óli Hans Gestsson fái endurnýjað hafnsögumannsskírteini og felur framkvæmdastjóra að veita umsögn til Siglingastofnunar.
6.
Franski spítalinn - bryggjuaðstaða
Málinu frestað á síðasta fundi hafnarstjórnar 4. desember sl. Fyrir fundinum lágu drög að samningi um smíði bryggjunar. Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
7.
Ráðstefna á vegum Cruise Europe
Ráðstefna á vegum Cruise Europe haldin í Le Havre dagana 23 til 25 apríl 2013. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
8.
Seatrade Hamborg 24 til 26 september 2013
Erindi frá Cruies Iceland dags. 19. desember 2012. Þar sem óskað er upplýsinga um hverjir muni taka þátt í sýningunni Seatrade Hamborg 24 til 26 september 2013. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á sölusýninguna.
9.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 15. janúar 2013 þar sem kynnt er innkomin tilkynning um 10.000 tonna eldi í kvíum í Reyðarfirði og óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort og þá á hvaða forsendum framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifnum. Umsögn skal berast fyrir 1. febrúar 2013.
Fyrir fundinum lágu drög að umsögn og samþykkir hafnarstjórn drögin fyrir sitt leiti og vísar þeim til bæjarráðs.
Fyrir fundinum lágu drög að umsögn og samþykkir hafnarstjórn drögin fyrir sitt leiti og vísar þeim til bæjarráðs.
10.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Frekari útfærsla á tillögu að yfirborðsfrágangi við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir teikningarnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og atvinnu- og menninganefnd.
11.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Áframhaldandi hugmyndavinna við umhverfisfrágang á hafnarsvæðinu Stöðvarfirði. Hafnarstjórn gerði nokkrar athugasemdir við fyrirliggjandi teikningu sem framkvæmdastjóri kemur til skila til hönnuðar.