Hafnarstjórn
110. fundur
14. febrúar 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Endurnýjun hafnsögumannsskírteinis Hafþórs Eide
Ósk um endurnýjun hafnsögumannsskírteinis fyrir Hafþór Eide Hansson. Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við að Hafþór fái endurnýjað hafnsögumannsskírteini og felur framkvæmdastjóra að veita umsögn til Siglingastofnunar.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 353 dags. 18. janúar 2013 ásamt ársreikningi sambandsins fyrir árið 2012 til kynningar.
3.
Stækkun Norðfjarðarhafnar - fyrirspurn um matskildu
Kynnt erindi Skipulagsstofnunar til Fjarðabyggðar þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um hvort stækkun hafnarinnar á Norðfirði og á hvaða forsendum framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Kynnt.
4.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Kynnt var fundaröð vegna kynningar á skemmtiferðaskipaverkefninu sem haldin var í þéttbýliskjörnum sveitarfélagins síðustu tvær vikur. Formaður og varaformaður sóttu fundina fyrir hönd hafnarstjórnar. Fjallað um móttöku skemmtiferðaskipa og ákvöruðun um niðursetningu stormpolla vegna stærðar skipa. Fyrir fundinum lá minnisblað frá framkvæmdastjóra vegna málsins. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið.
5.
Álagning á gamlar trébryggjur
Svar framkvæmdastjóra við fyrirspurn á síðasta fundi hafnarstjórnar um álagningu fasteignaskatts á gamlar trébryggjur í Fjarðabyggð. Frestað til næsta fundar þar sem fyrirspyrjandi situr ekki fundinn.
6.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Minnisblað frá Siglingastofnun dags. 1. febrúar 2013 um bryggju fyrir löndunaraðstöðu smábáta á Norðfirði. Hafnarstjórn lýsir yfir óánægju með seinagang Siglingastofnunar og framkvæmdastjóra með framgang verksins. Hafnarstjórn samþykkir að um verði að ræða harðviðarbryggju og óskar eftir að fá upplýsingar inn á næsta fund hvort hægt er að flýta málinu.
7.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Fyrir fundinum láu ný drög að umhverfisfrágangi á hafnarsvæðinu á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir að styðjast við tillögu A en halda Bankastrætinu opnu á meðan ekki er komin sú framtíðarleið sem kemur fram í tillögunni auk nokkurra athugsemda sem verðu komið á framfæri.