Fara í efni

Hafnarstjórn

111. fundur
5. mars 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Þjónusta við olíuleit á Drekasvæði - kynningarmál
Málsnúmer 1210103
Á fundi hafnarstjórnar þann 14. febrúar sl. var ákveðið að taka þetta málefni fyrir á næsta fundir hafnarstjórnar. Bæjarstjóri sat þennan lið fundarins og gerði grein fyrir stöðu máls og hvað unnið hefur verið varðandi kynningu sveitarfélagsins. Rætt var um undirbúning að skoðun skipulags vegna framtíðar hafnsækinnar starfsemi. Hafnarstjórn beinir því til bæjarráðs að láta hefja skoðun á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna hafnsækinnar starfsemi. Bæjarstjóri vék af fundi.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Málsnúmer 1301250
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 354 dags. 15. febrúar 2013. Kynnt.
3.
Kynnt frumvarp til laga um hafnalög
Málsnúmer 1302176
Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem kynnt er frumvarp til laga um hafnalög og höfnum gefin kostur á að koma með ábendingar til Hafnasambandsins um athugasemdir. Hafnasambandið þarf að skila umsögn fyrir 8. mars nk. en leiðrétting kom frá Alþingi um ranga dagsetningu í erindinu til HÍ. Kynnt.
4.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi skipulagsmál og framkvæmdaferli. Fyrir fundinum lá tímaplan vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdastjóri fór yfir málið.
5.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211017
Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi skipulagsmál og framkvæmdaferli. Fyrir fundinum lá tímaplan vegna framkvæmdarinnar. Framkvæmdastjóri fór yfir málið.
6.
Eskifjörður - Stormpolli
Málsnúmer 1302133
Framhald frá síðasta fundi hafnarstjóranr varðandi uppsetningu stormpolla við hafskipabryggjuna á Eskifirði.
7.
Álagning á gamlar trébryggjur
Málsnúmer 1302013
Svar við fyrirspurn á fundi hafnarstjórnar í janúar um álagningu fasteignaskatts á gamlar trébryggjur í Fjarðabyggð. Málinu frestar á fundi hafnarstjórnar 14. febrúar vegna fjarveru fyrirspyrjanda. Kynnt.
8.
Flutningur starfsmannaaðstöðu Mjóeyrarhöfn
Málsnúmer 1302160
Erindi frá Mannviti fyrir hönd Eimskipa þar sem sótt er um heimild til að flytja starfsmannaaðstöðuna til innan verndarsvæðis Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir flutning starfsmannaaðstöðunnar fyrir sitt leiti.
9.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Málsnúmer 1301313
Upplýsingar varðandi löndunaraðstöðu fyrir smábáta sem óskað var á síðasta fundi hafnarstjórnar. Fyrir fundinum liggur verð í bryggjuefni. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá kaupum á efninu.
10.
Starfsmannamál hafnarsjóðs
Málsnúmer 1302153
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að auglýsa eftir starfsmanni og að kostnaðaraukinn verði fjármagnaður innan áætlunar ársins.