Hafnarstjórn
113. fundur
19. mars 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2013
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 21. febrúar 2013. Þennan lið fundarins sat Björn Ingi Knútsson og gerði grein fyrir ferð sinni á sölusýninguna í Miami nú í mars. Kynnt.
2.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir verðkönnun vegna kaupa á efni í löndunarbryggju. Hafnarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Óskar yfirgaf fundinn í lok þessa liðar.
3.
Umsögn um lýsingu vegna breytingu aðalskipulags á Stöðvarfirði
Erindi frá framkvæmdasviði Fjarðabyggðar þar sem óskað er eftir umsögn hafnarstjórnar Fjarðabyggðar vegna skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Stöðvarfjarðar. Umsögn þarf að skila fyrir 22. mars 2013. Hafnarstjórn samþykkir lýsinguna fyrir sitt leiti.
4.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Fyrir fundinum lágu ný drög að umhvefisfrágangi á hafnarsvæðinu á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn gerði tillögu að nokkrum breytingum og vísar tillögunni til umsagnar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og kynningar í atvinnu- og menninganefnd.
5.
Beiðni um umsjón með rekstri Safnahússins í Neskaupstað
Umfjöllun um Safnahúsið á Norðfirði og hugmyndir um rekstur í því. Atvinnu- og menninganefnd vísaði málinu til kynningar í hafnarstjórn. Bæjarstjóri mætti á fundinn og fór yfir málið. Hafnarstjórn fer fram á að fram fari vönduð og fagleg umræða og rökstuðningur fyrir því að taka eigi inn aðra starfsemí en safnastarfsemi í Safnahúsið og jafnframt óskar hafnarstjórn eftir samstarfi um málið.