Hafnarstjórn
114. fundur
9. apríl 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 355 dags. 14. mars 2013. Til kynningar
2.
Ráðstefnan "The North Atlantic Cruise Symposium 2013" haldinn 9 og 10 maí 2013.
Ráðstefna á vegum Reykjavíkurhafnar sem ber heitið "The North Atlantic Cruise Symposium 2013"
Haldin í Reykjavík dagana 9 og 10 maí nk. Framkvæmdastjóra falið að sitja ráðstefnuna og aðalfund Cruise Iceland.
Haldin í Reykjavík dagana 9 og 10 maí nk. Framkvæmdastjóra falið að sitja ráðstefnuna og aðalfund Cruise Iceland.
3.
Ferðaleiðir stiklur og námskeið
Kynnt niðurstaða um útkomu námskeiðs fyrir leiðsögumenn sem Austurbrú hélt nú í febrúar og mars.
Kynnt.
Kynnt.
4.
Auglýst starf skipstjóra
Umsókn um starf skipstjóra á dráttarbátinn Vött. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu en tvær umsóknir bárust í starfið. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá ráðningu í starfið.
5.
Gjaldskrármál
Umræður um gjaldskrármál. Breytingar á gjaldskrá varðandi vörugjöld af innanlandsflutningum samþykktar.
6.
Hafnarmál á Norðfirði
Umfjöllun um stækkun Norðfjarðarhafnar, en fyrirhugað er að fyrsti hluti verði boðinn út næstu helgi. Einnig greint frá kynningarfundi á Norðfirði sem haldinn verður miðvikudaginn 10. apríl nk. þar sem fari verður yfir áhrif framkvæmdanna á umferð báta og skipa um höfnina. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun.
7.
Umsókn um uppsetningu á olíutanka og afgreisðlubúnaði í Norðfjarðarhöfn.
Rætt um olíuafgreiðslu fyrir smábáta á Norðfirði, en Olís mun verða með afgreiðslu fyrir smábáta á sama stað og N1 er í dag. Kynnt.
8.
Þekja frystihúsbryggju Eskifirði
Fundargerð dags. 4. apríl 2013 frá opnun tilboða í framkvæmdir við þekju á Eskifirði. Hafnarstjórn leggur til að gengið verði til samninga við lægst bjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsins.