Hafnarstjórn
115. fundur
7. maí 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 356 dags. 8. apríl 2013. Til kynningar.
2.
Skoðun aðalskipulagsmála vegna hafnar og iðnaðarsvæða
Þann 5. mars 2013 beindi hafnarstjórn því til bæjarráðs að hefja skoðun á aðalskipulagi Fjarðabyggðar vegna hafnsækinnar starfsemi. Nú liggur fyrir tillaga frá Alta í tengslum við skoðun á aðalskipulagsmálum vegna hafnar- og iðnaðarsvæða sem tekin var fyrir í bæjarráði 6. maí og var tillögunni vísað til umsagnar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna og greiðslu kostnaðar við skoðunina m.v. fyrirliggjandi gögn frá Alta og vísar málinu til úrvinnslu bæjararáðs, en beinir því jafnframt til ráðsins að skoðað verði líka hugsanlegir möguleikar að framtíðarlandi fyrir umskipunarhöfn.
Unnið er að undirbúningi skoðunarferðar vegna þjónustu við olíuleit og vinnslu.
Unnið er að undirbúningi skoðunarferðar vegna þjónustu við olíuleit og vinnslu.
3.
Þekja frystihúsbryggju Eskifirði
Fyrir fundinum lá minnisblað vegna viðgerðar á þekju framan við frystihúsið á Eskifirði. Framkvæmdastjóri fór yfir málið. Hafnarstjórn samþykkti að bæta við verkið skv minnisblaði og jafnframt verði þekjan lagfærð austur fyrir athafnasvæðið við frystigeymsluna.
Beiðni hefur borist frá Eskju um að leggja ídráttarrör undir þekjun sem nú er verið að endurnýja með það fyrir augum að koma sér upp eigin tengli fyrir landtengingu skipa sinna við kantinn. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina.
Beiðni hefur borist frá Eskju um að leggja ídráttarrör undir þekjun sem nú er verið að endurnýja með það fyrir augum að koma sér upp eigin tengli fyrir landtengingu skipa sinna við kantinn. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina.
4.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Nýjustu drög teikninga fyrir umhverfisfrágang við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði kynnt. Formaður vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Hafnarstjórn samþykkir að verkið verði sett í verðkönnun.
5.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Kynntar teikningar af löndunarbryggju smábáta á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkti að verkið verði sett í verðkönnun.
6.
Hafnarmál á Norðfirði
Fundargerð dags. 2. maí 2013 frá opnun tilboða í "Norðfjörður - stækkun fiskihafnar", fjögur tilboð bárust í verkið.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
7.
Ósk um að fá aðstöðu fyrir skip félagsins á Eskifirði
Erindi dags. 20. apríl 2013 með ósk frá Eimskipum um að fá aðstöðu fyrir skip félagsins, Goðafoss og Dettifoss á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir erindið en óskum eftir svæðisstjóra Eimskipa til fundar við formann hafnarstjórnar og framkvæmdastjóra hafnarinnar.
8.
Umsókn um aðstöðu fyrir gáma á bryggjukanti á Búðareyri
Umsókn frá Samskipum dags. 12. apríl 2013 um svæði innan hafnarsvæðir á Reyðarfirði vegna strand- og millilandaflutninga sinna. Hafnarstjórn samþykkir erindið en óskum eftir svæðisstjóra Samskipa til fundar við formann hafnarstjórnar og framkvæmdastjóra hafnarinnar.
9.
Umsögn um aðalskipulagsbreytingu á Stöðvarfirði
Með tölvupósti dags. 25. apríl 2013 var vísað til umdagnar hjá hafnarstjórn Fjarðabyggðar breytingum á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007 - 2027 vegna Stöðvarfjarðar vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Stöðvarfirði. Kynnt.
10.
Umsögn um tillögu að deiliskipulagi á hafnarsvæðinu á Stöðvarfirði
Með tölvupósti dags. 25. apríl 2013 var vísað til umsagnar hafnarstjórnar Fjarðabyggðar tillögu að deiliskipulagi og greinargerð með því vegna hafnarsvæðis á Stöðvarfirði. Kynnt.