Hafnarstjórn
116. fundur
21. maí 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 357 dags. 8. maí 2013. Kynnt.
2.
Ráðstefna á vegum Cruise Europe
Skýrsla frá ráðstefnu og aðalfundi Cruise Europe 23. til 25. apríl sl. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Kynnt.
3.
Tilskipun um brennistein i skipaolíu
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 8.mai 2013 þar sem send er til kynningar tilskipun um brennistein í skipaolíu frá Umhverfisstofnun. Kynnt.
4.
Hafnarmál á Norðfirði
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála í upphafi framkvæmda og að verkið væri að fara af stað.
Meðal annars var rætt um flutning gámavallar sem er fyrir framkvæmdum á hafnarsvæðinu. Kynnt.
Meðal annars var rætt um flutning gámavallar sem er fyrir framkvæmdum á hafnarsvæðinu. Kynnt.
5.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Umræða um undirbúning að öðrum áfanga Mjóeyrarhafnar. Farið var yfir málið. Hafnarstjórn telur málið brýnt og ræddi það með þeim hætti og fól framkvæmdastjóra að afla frekari gagna frá Siglingastofnun.