Hafnarstjórn
117. fundur
11. júní 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 358 dags. 24. maí 2013. Kynnt.
2.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn 8. maí 2013 í Reykjavík
Gögn frá aðalfundi Cruise Iceland sem haldin var 8. maí 2013. Kynnt.
3.
Alþjóðleg björgunarmiðstöð á Íslandi
Fundargerð frá fundi alþjóðlega björgunarmiðstöð á Íslandi sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu 30. maí 2013. Kynnt.
4.
Hafnafundur 20. september 2013
Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem kynntur er hafnafundur sem halda á 20. september 2013. Kynnt.
5.
Styrkbeiðni 2013 - Sjómannadagsráð Neskaupstaðar
Erindi frá sjómannadagsráði Neskaupstaðar móttekið 30.maí 2013 þar sem óskað er eftir styrk vegna hátíðarhalda á sjómannadaginn 2013. Hafnarstjórn samþykkir að veita sjómannadagsráði styrk að upphæð 250.000 kr. eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
6.
Umsókn um undanþágu vegne lóðsskyldu
Erindi frá Thorskip dags. 2. maí 2013 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Sergey Malozemlev skipstjóra á Mv. Margaretha að og frá Mjóeyrarhöfn. Auk þess að óska eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Igor Gostev skipstjóra á Mv. Alexia að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsöguskyldu fyrir Sergey Malozemlev skipstjóra á Mv. Margaretha og Igor Gostev skipstjóra á Mv. Alexia.
7.
Vitinn á Dalatanga
Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 3. júní 2013 var fjallað um bréf frá Sigfúsi Vilhjámssyni staðarhaldara í Mjóafirði um hljóðvitann á Dalatanga og viðhald hans. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 100.000 kr. Bæjarráð vísaði erindinu til umræðu og afgreiðslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
8.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Fundargerð dags. 28. maí 2013 frá opnun tilboða í smíði löndunarbryggju smábáta á Norðfirði. Hafnarstjórn harmar hversu fá verðtilboð bárust í verkið. Hafnarstjórn hafnar þeim tveim tilboðum sem bárust vegna þess hversu há þau voru, en annað var 170% en hitt 223% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að reyna að ná samningum sem næst kostnaðaráætlun við þann sem átti lægra tilboðið sem var Trévangur.
9.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Farið yfir drög að gögnum fyrir Fáskrúðsfjörð, gögn liggja fyrir á fundinum. Guðmundur Þorgrímsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Hafnarstjórn samþykkir að bjóða verkið út með verklokum í júní á næsta ári.
10.
Beiðni um stöðuleyfi fyrir matvagn við nýuppgerða bæjarbryggju á Norðfirði
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en setur það skilyrði að staðsetning verði sem vestast á planinu við bryggjuna. Jafnframt heimilar hafnarstjórn að Hildibrandur staðsetji borð vestast á bryggjunni. Stöðuleyfi veitir hins vegar eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.