Fara í efni

Hafnarstjórn

117. fundur
11. júní 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Málsnúmer 1301250
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 358 dags. 24. maí 2013. Kynnt.
2.
Aðalfundur Cruise Iceland haldinn 8. maí 2013 í Reykjavík
Málsnúmer 1304048
Gögn frá aðalfundi Cruise Iceland sem haldin var 8. maí 2013. Kynnt.
3.
Alþjóðleg björgunarmiðstöð á Íslandi
Málsnúmer 1306004
Fundargerð frá fundi alþjóðlega björgunarmiðstöð á Íslandi sem haldinn var í innanríkisráðuneytinu 30. maí 2013. Kynnt.
4.
Hafnafundur 20. september 2013
Málsnúmer 1306036
Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem kynntur er hafnafundur sem halda á 20. september 2013. Kynnt.
5.
Styrkbeiðni 2013 - Sjómannadagsráð Neskaupstaðar
Málsnúmer 1305142
Erindi frá sjómannadagsráði Neskaupstaðar móttekið 30.maí 2013 þar sem óskað er eftir styrk vegna hátíðarhalda á sjómannadaginn 2013. Hafnarstjórn samþykkir að veita sjómannadagsráði styrk að upphæð 250.000 kr. eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
6.
Umsókn um undanþágu vegne lóðsskyldu
Málsnúmer 1305107
Erindi frá Thorskip dags. 2. maí 2013 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Sergey Malozemlev skipstjóra á Mv. Margaretha að og frá Mjóeyrarhöfn. Auk þess að óska eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Capt. Igor Gostev skipstjóra á Mv. Alexia að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsöguskyldu fyrir Sergey Malozemlev skipstjóra á Mv. Margaretha og Igor Gostev skipstjóra á Mv. Alexia.
7.
Vitinn á Dalatanga
Málsnúmer 1305122
Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar 3. júní 2013 var fjallað um bréf frá Sigfúsi Vilhjámssyni staðarhaldara í Mjóafirði um hljóðvitann á Dalatanga og viðhald hans. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 100.000 kr. Bæjarráð vísaði erindinu til umræðu og afgreiðslu í hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
8.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Málsnúmer 1301313
Fundargerð dags. 28. maí 2013 frá opnun tilboða í smíði löndunarbryggju smábáta á Norðfirði. Hafnarstjórn harmar hversu fá verðtilboð bárust í verkið. Hafnarstjórn hafnar þeim tveim tilboðum sem bárust vegna þess hversu há þau voru, en annað var 170% en hitt 223% af kostnaðaráætlun. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að reyna að ná samningum sem næst kostnaðaráætlun við þann sem átti lægra tilboðið sem var Trévangur.
9.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Farið yfir drög að gögnum fyrir Fáskrúðsfjörð, gögn liggja fyrir á fundinum. Guðmundur Þorgrímsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Hafnarstjórn samþykkir að bjóða verkið út með verklokum í júní á næsta ári.
10.
Beiðni um stöðuleyfi fyrir matvagn við nýuppgerða bæjarbryggju á Norðfirði
Málsnúmer 1306002
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en setur það skilyrði að staðsetning verði sem vestast á planinu við bryggjuna. Jafnframt heimilar hafnarstjórn að Hildibrandur staðsetji borð vestast á bryggjunni. Stöðuleyfi veitir hins vegar eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.