Hafnarstjórn
119. fundur
5. júlí 2013 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Tilboð í umhverfi smábátahafnar Fáskrúðsfirði - jarðvinna og umhverfisfrágangur. Lagður fram samanburður tilboðs við kostnaðaráætlun verkkaupa. Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði Tandrabergs ehf fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs en vekur athygli á að ekki er búið að fara endanlega yfir tilboðið af hálfu framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar.
2.
Hafnarmál á Norðfirði - Stækkun fiskihafnar
Tilboð í dýpkun Norðfjarðarhafnar og fyllingu garðstæðis. Lagður fram samanburður tilboða við kostnaðaráætlun verkkaupa. Hafnarstjórn samþykkir að taka tilboði Björgunar ehf. fyrir sitt leyti og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs.