Hafnarstjórn
120. fundur
8. ágúst 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2013
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 2. júlí 2013.
Hafnarstjórn ákvað að nýta sameiginleganstarfsmann Cruise Iceland á sýningunni.
Hafnarstjórn ákvað einnig að nýta sé ferð fulltrúa Íslandsstofu á Road show í haust
Að öðru leiti er fundargerðin kynnt.
Hafnarstjórn ákvað að nýta sameiginleganstarfsmann Cruise Iceland á sýningunni.
Hafnarstjórn ákvað einnig að nýta sé ferð fulltrúa Íslandsstofu á Road show í haust
Að öðru leiti er fundargerðin kynnt.
2.
Kaup á Strandgötu 7, Reyðarfirði - Trúnaðarmál
Vísað til afgreiðslu hafnarstjórnar frá bæjarráði máli varðandi kaup á húseigninni að Strandgötu 7 á Reyðarfirði. Í meðfylgjandi minnisblaði má sjá aðdraganda málsins. Hafnarstjórn hafnar kaupum á húseigninni fyrir sitt leiti.
3.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Bréf frá Trévangi ódagsett en móttekið 17. júli 2013 þar sem líst er yfir óánægju með vinnubrögð hafnarstjórnar í máli er snýr að verðkönnun vegna löndunarbryggju fyrir smábáta á Norðfirði. Framkvæmdastjóri kynnti drög að svari við erindinu. Hafnarstjórn samþykkir drögin með áorðnum breytingum.
4.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Kynntar niðurstöður úr viðræðum við Guðmund Guðlaugsson bryggjusmið um að taka að sér smíði löndunarbryggju fyrir smábáta á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkir að framkvæmdastjóri gangi frá samningi til undirritunar við Guðmund Guðlaugsson.
5.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Umfjöllun um umhverfisfrágang á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn leggur til að útboðsmörk verði þau sömu og hönnunarmörk voru og óskar eftir aðkomu sveitarsjóðs að skiptingu á kostnaði.
6.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Lögð fram drög að greinargerð frá Siglingastofnun vegna 2. áfanga Mjóeyrarhafnar. Kynnt.