Hafnarstjórn
121. fundur
27. ágúst 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
NORA - Experience exchange project
Farið yfir þátttöku Fjarðabyggðar í Nora verkefni með Stavanger og fleiri aðilum. Þennan fyrsta lið fundarins sat Gunnar Jónsson bæjarritari.
Gunnar gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt bæjarstjóra sátu með Harald Finnvik vegna verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu. Vísað til hafnarstjórnar til umræðu.
Hafnarstjórn fagnar aðkomu Fjarðabyggðar í verkefninu og samþykkir þátttökuna fyrir sitt leiti.
Gunnar yfirgaf síðan fundinn.
Gunnar gerði grein fyrir fundi sem hann ásamt bæjarstjóra sátu með Harald Finnvik vegna verkefnisins.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu. Vísað til hafnarstjórnar til umræðu.
Hafnarstjórn fagnar aðkomu Fjarðabyggðar í verkefninu og samþykkir þátttökuna fyrir sitt leiti.
Gunnar yfirgaf síðan fundinn.
2.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu
Umsókn frá Thorship dags. 6. ágúst 2013 þar sem óskað er eftir undanþágur frá lóðsskyldu fyrir Dmytro Antoshchenko skipstjóra á Mv. Margarethu að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undaþágu frá hafnsöguskyldu fyrir Dmytro Antoshchenko skipstjóra á Mv. Margarethu.
3.
Umsókn um hafnsögumannsskírteini fyrir Árna Bergþór Kjartansson
Drög að umsögn hafnarstjórnar vegna umsóknar um hafnsögumannsskírteinis fyrir Árna Bergþór Kjartansson starfsmann Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn samþykkti drögin.
4.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Drög að verksamningi lögð fram um byggingu löndunarbryggju fyrir smábáta á Norðfirði. Samningurinn er við Guðmund Guðlaugsson, bryggjusmið og er upp á 29,5 milljónir kr. með verklokum 15. apríl 2014. Hafnarstjórn samþykkir samninginn og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.
5.
Plan undir löndunarbúnað á löndunarbryggju á Eskifirði
Með bréfi dags. 23. ágúst 2013 sækir Mannvit um leyfi fyrir hönd Eskju til að gera plan undir löndunarbúnað á löndunarbryggjunni á Eskifirði. Hafnarstjórn fagnar framtaki Eskju og samþykkir framkvæmdina fyrir sitt leiti og vísar málinu til kynningar hjá byggingarfulltrúa.
6.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2014
Undirbúningur fjárhagsáætunarvinnu hafnarsjóðs fyrir árið 2014 ásamt langtímaáætlun.