Hafnarstjórn
122. fundur
30. september 2013 kl. 16:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Benedikt Sigurjónsson Varamaður
Björgvin Már Hansson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 359 dags. 3. september 2013. Kynnt.
2.
Hafnarmál á Norðfirði - Lenging stálþils togarabryggju
Fyrir liggur að útboðsgögn vegna lengingar stálþils Togarabryggju á Norðfirði eru að verð tilbúin til útboðs. Hafnarstjórn samþykkir að bjóða lengingu stálþilsins út.
3.
Hafnarmál á Norðfirði - Stækkun fiskihafnar
Gerð grein fyrir stöðu mála við framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar og flutning smábátahafnarinnar á nýjan stað. Það liggur fyrir að gömlu trébryggjur C-deildar eru orðnar mjög lélegar og því þörf á að endurnýja þær. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa eina 20 metra floteiningu í stað gömlu eininganna ásamt fingrum.
4.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Bréf frá Trévangi ehf dags. 10. september 2013 þar sem ítrekuð er óánægja með framgang mála í samningaferli vegna smíði löndunarbryggju fyrir smábáta á Norðfirði. Lögð fram drög að svari til Trévangs, að fengnu lögfræðiáliti um málið. Hafnarstjórn samþykkti fyrirliggjandi drög að svarbréfi og fól framkvæmdastjóra að ljúka erindinu.
5.
Hafnsækin starfsemi
Tekin til umræðu samþykkt bæjarstjórnar er varðar kaup á landi undir hafnsækna starfsemi og kynnt minnisblað bæjarstjóra merkt trúnaðarmál.
6.
Skoðun aðalskipulagsmála vegna hafnar og iðnaðarsvæða
Á fundinum var kynnt skýrsla um skipulagskosti vegna hafnsækinnar starfsemi.
7.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2014
Umfjöllun um fjárhagsáætlun hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2014 ásamt gjaldskrá og þriggja ára áætlun. Hafnarstjórn samþykkir drög að fjárhagssáætlun.