Hafnarstjórn
123. fundur
8. október 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Björgvin Már Hansson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Hafnarmál á Norðfirði - Lenging stálþils togarabryggju
Lagðar fram tillögur að raflögnum fyrir höfnina á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkti að fá stærri heimtaug á hafnarsvæðið sem mæti framtíðarrafmagnsnotkun á höfninni.
2.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Lög fram endanleg skýrsla unnin af Vegagerðinni en drög að skýrslunni voru kynnt á fundi hafnarstjórnar 8. ágúst sl. Skýrslan kynnt og verður tekin fyrir að nýju síðar.
3.
Grjótgarður neðan við Strandgötu 86a og bryggja við Strandgötu 86b
Erindi dags. 30. september 2013 frá sjóminjasafni Austurlands þar sem óskað er eftir aðkomu hafnarsjóðs að því að grjótverja svæði neðan við Strandgötu 86a og 86b á Eskifirði en sjórinn er að brjóta niður steyptan kant neðan við húsin. Einnig er óskað eftir aðkomu hafnarsjóðs að endurbótum á trébryggju neðan við Strandgötu 86b. Hafnarstjórn samþykkir að fara í grjótvörn neðan við Strandgötu 86a og út að bryggju. Einnig samþykkt að láta meta og kanna kostnað við endurbætur á bryggjunni.
4.
Öryggis- og brunavarnakerfi í húsakynni Sjóminjasafns Austurlands
Erindi frá Sjóminjasafni Austurlands dags. 3. október 2013 þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 600.000 kr. frá hafnarsjóði til að setja upp öryggis- og brunavarnarkerfi í húseignir sjóminjasafnsins á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir að verða við beiðninni enda gert ráð fyrir þessari upphæð í fjárhagsáætlun árins.
5.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2014
Umfjöllun um fjárhagsáætlun 2014 ásamt gjaldskrá og þriggja ára áætlun. Hafnarstjórn samþykkti áætlunina og jafnframt að hækka gjaldskrá hafnarsjóðs um 3,1%. Áætuninni og gjaldskrá er vísað til bæjarráðs.