Hafnarstjórn
124. fundur
5. nóvember 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Benedikt Sigurjónsson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 360 dags. 18. október 2013. Til kynningar. Einnig kynnt svar innanríkisráðuneytisins vegna fyrirspurnar um löggildingu vigta sem fram kemur í fundargerðinni auk þess sem kynnt eru fyrirhuguð framlög til hafnarframkvæmda í fjárlögum fyrir 2014.
2.
Fundargerðir CI á árinu 2013
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 1. október 2013 til kynningar.
3.
Aðalfundarboð - 24.október 2013
Aðalfundur Fiskmarkaðar Austurlands haldinn 24. október 2013. Framkvæmdastjóri sat fundin fyrir hafnarsjóð Fjarðabyggðar og gerði grein fyrir fundinum og kynnti ársreikning félagsins. Kynnt.
Fulltrúi hafnarsjóðs í stjórn er Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri og varamaður er Guðmundur Þorgrímsson formaður hafnarstjórnar.
Fulltrúi hafnarsjóðs í stjórn er Steinþór Pétursson framkvæmdastjóri og varamaður er Guðmundur Þorgrímsson formaður hafnarstjórnar.
4.
Ferðaleiðir - námskeið
Erindi frá Austurbrú um hvort hafnarsjóður hafi áhuga á að láta skipuleggja fyrir sig annað leiðsögumannanámskeið líkt og haldið var í samstarfi við hafnarsjóð vorið 2013. Hafnarstjórn hyggst ekki standa fyrir öðru námskeiði en heimilar Austurbrú að nýta þau gögn sem útbúin voru fyrir námskeiðið sem haldi var á siðasta vori.
5.
Vinnustofa fyrir mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 30.óktóber 2013 þar sem boðað er til vinnufundar um mótun langtímastefnu fyrir hafnir landsins, þann 15. nóvember 2013. Hafnarstjórn sendir tvo fulltrúa á fundinn.
6.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir við löndunarbryggju smábáta á Norðfirði. Framkvæmdastjóri fór yfir málið.
7.
Hafnarmál á Norðfirði - Lenging stálþils togarabryggju
Fundargerð frá opnun tilboða í "Norðfjörður - lenging Togarabryggju" dags. 24. október 2013.
Sjö tilboð bárust í verkið, en tvö tilboð uppfylltu ekki skilyrði um innsendingu gagna fyrir opnun og voru því ógild, en þau voru frá Íslenska gámafélaginu og AK-flutningum. Lægsta boð átti Hagtak upp á 48.596.900 kr. eða 107% af kostnaðaráætlun sem var 45.208.220 kr. Vegagerðin/siglingasvið hefur yfirfarið tilboðin og telur eðlilegt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Hafnarsstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi og leggja hann fyrir bæjarráð til staðfestingar.
Sjö tilboð bárust í verkið, en tvö tilboð uppfylltu ekki skilyrði um innsendingu gagna fyrir opnun og voru því ógild, en þau voru frá Íslenska gámafélaginu og AK-flutningum. Lægsta boð átti Hagtak upp á 48.596.900 kr. eða 107% af kostnaðaráætlun sem var 45.208.220 kr. Vegagerðin/siglingasvið hefur yfirfarið tilboðin og telur eðlilegt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Hafnarsstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi og leggja hann fyrir bæjarráð til staðfestingar.
8.
Beiðni um viðræður um viðkomu Nörrænu í Fjarðarbyggðarhafnir
Erindi frá P/F Smyril Line dags. 30. október 2013 þar sem óskað er eftir viðræðum um viðkomu Nörrænu í Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra og formanni hafnarstjórnar að eiga viðræður við fyrirtækið.
9.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2014
Gerð grein fyrir Fjárhagsáætlun og starfsáætlun lögð fram fyrir árið 2014. Gerð var grein fyrir breytingum á áætluninni frá síðust umfjöllun hafnarstjórnar hvað varðar verkefnið á Stöðvarfirði