Hafnarstjórn
125. fundur
10. desember 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2013
Skýrsla frá ferð starfsmanns Cruise Iceland og formanns til USA í 18 til 22. nóvember sl. Kynnt.
2.
Umsókn um undanþágu frá hafnsögu
Umsókn frá Thorship dags. 15. nóvember 2013 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Oleg Nekipelov skipstjóra á M/V Alexia að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsöguskildu fyrir Oleg Nekipelov skipstjóra á Mv. Alexia.
3.
Þekja frystihúsbryggju Eskifirði
Erindi frá Einari Dalberg Einarssyni dags. 23. október 2013, þar sem lögð er fram krafa um viðbótargreiðslu vegna endurbyggingar þekju á Eskifirði. Auk bréfs Einars lá fyrir fundinum minnisblað frá eftirlitsmanni vegna málsins. Hafnarstjórn hafnar kröfu verktaka um viðbótargreiðslu vegna endurbyggingar þekju á Eskifirði og telur ekki rök fyrir frekari greiðslum.
4.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Framhald umræðu frá fundi hafnarstjórnar þann 8. október 2013 um 2.áfanga Mjóeyrarhafnar og skýrslu unna af Vegagerðinni, siglingadeild, vegna málsins. Hafnarstjórn sammála um að hefja undirbúning að gerð viðlegukants skv. tillögu 3 í skýrslu siglingadeildar Vegagerðarinnar með þeirri breytingu að um verði að ræða 130 metra kant