Fara í efni

Hafnarstjórn

126. fundur
14. janúar 2014 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Björgvin Már Hansson Varamaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
NORA - Experience exchange project
Málsnúmer 1307034
Fram lagt til kynningar minnisblað bæjarritara vegna stöðu NAPLN verkefnisins. Vísað til hafnarstjórnar frá bæjarráði. Kynnt.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2013
Málsnúmer 1301250
Fundargerð stjórnar hafnarsambands Íslands nr. 361 frá 13. desember 2013. Kynnt.
3.
Fundargerðir CI á árinu 2013
Málsnúmer 1303014
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 2. desember 2014. Kynnt.
4.
Seatrade Miami 11-13. mars 2014
Málsnúmer 1312077
Erindi frá Cruise Icelanda þar sem verið er að kanna þátttöku á Seatrade Miami í mars 2014.
Ekki er gert ráð fyrir að hafnirnar sendi fulltrúa en formaður CI ásamt starfsmanni samtakanna frá Íslandsstofu fari og kynni hafnirnar eins og ákveðið var á aðalfundi Cruise Iceland síðasta vor.
Hafnarstjórn staðfestir þátttöku í sameiginlegum fulltrúa á sýningunni.
5.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211017
Farið yfir stöðu verkefnisins en við loka afgreiðslu fjárhagsáætlunar var ákveðið að fresta upphafi verksins til 2015. Hafnarstjórn samþykkti að láta ljúka gerð útboðsgagna fyrir verkið en það verk hefur verið í vinnslu og er langt komið.
6.
Skoðun aðalskipulagsmála vegna hafnar og iðnaðarsvæða
Málsnúmer 1304098
Farið yfir umfjöllun á sameiginlegum fundi bæjarstjórnar, eigna- skipulags og bygginganefdar og hafnarstjórnar sem haldinn var fimmtudaginn 9. janúar sl.
7.
Grjótvörn við Strandgötu 88 og 94 Eskifirði
Málsnúmer 1312093
Erindi frá Sporði hf. dags. 20. desember 2013 þar sem lýst er vandræðum vegna ágangs sjávar og óskað eftir að hafnarstjórn taki málið í sínar hendur. Hafnarstjórn vísar erindinu til bæjarráðs og eigna- skipulags og umhverfisnefndar að móta stefnu varðandi grjótvarnir lóða við sjó. Hafnarstjórn bendir á að í þessu tiltekna máli var átt við grjótvörn utan við húsið þegar skólplögn sem þar er var lengd.
8.
Tillögur að breyttum reglum um skráningu og vigtun sjávarafla
Málsnúmer 1312078
Tillögur samstarfsnefndar um breytingar á vigtun og skráningu sjávarafla. Framkvæmdastjóra er falið að benda á að nauðsynlegt sé að nefndin sé í góðu samráði við hagsmunaaðila.
9.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Framkvæmdastjóri fór yfir mál varðandi ramp sunnan á fyllingunni og hversu lagt er í marbakka. Framkvæmdastjóra falið að vinna máli í samræmi við umræðu á fundinum.