Hafnarstjórn
127. fundur
11. febrúar 2014 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Rekstur safna og tjaldsvæða sumarið 2014
Hugmynd um útfærslu á rekstri Safnahússins í Neskaupstað sumarið 2014. Vísað er til afnota-og umráðasamnings um Safnahúsið, Egilsbraut 2 í Neskaupstað gr. 12.2. Fyrir liggur beiðni Safnaráðs hússins um að útvíkka starfsemina í húsinu skv. meðfylgjandi drögum að Samningskaupalýsingu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, formaður atvinnu-og menningarnefndar og fulltrúi í safnaráði gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að heimila safnaráði að bjóða reksturinn út m.v. fyrirliggjandi samningskaupalýsingu. Ástu var þökkuð koman og yfirgaf hún síðan fundinn.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 362 dags. 17. janúar 2014. Kynnt.
3.
Fundargerðir CI á árinu 2014
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 24. janúar 2014. Til kynningar.
4.
Aðalfundur Cruise Iceland á Ísafirði 23. maí 2014
Tilkynning um aðalfund Cruise Iceland sem haldinn verður á Ísafirði 23. maí 2014. Framkvæmdastjóri verður fulltrúi Fjarðabyggðarhafna á aðalfundinum.
5.
Hafnar- og vistifjardabyggd vefur
Umfjöllun um endurnýjun á vef Fjarðabyggðarhafna og vefsmíði ferðaþjónustuvefs. Fyrir fundinum lá minnisblað vegna málsins frá markaðs og upplýsingafulltrúa. Hafnarstjórn samþykkir að fara í endurnýjun á vef Fjarðabyggðarhafna á grundvelli minnisblaðs.
6.
Undanþága frá hafnsöguskyldu
Umsókn frá Thorskip dags. 6. febrúar 2014 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Grzegorz Kowalewski skipstjóra á M/V Jan að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Grzegorz Kowalewski skipstjóra á M/V Jan.
7.
Tilnefning í fagráð um hafnamál
Fram lagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um tilnefndingu fulltrúa í fagráð um hafnarmál. Óskað er eftir tilnefningu aðal-og varamanns í ráðið, karls og konu.
Bæjarráð tilnefnir Pál Björgvin Guðmundsson og Eydísi Ásbjörnsdóttur í fagráð um hafnarmál. Vísað til kynningar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn lýsir furðu sinni á að fagnefnd um málefnið skuli ekki vera fengin til að velja einstaklinga/sérfræðinga í fagráð um hafnarmál. Hafnarstjórn furðar sig á vinnubrögðum bæjarráðs.
Bæjarráð tilnefnir Pál Björgvin Guðmundsson og Eydísi Ásbjörnsdóttur í fagráð um hafnarmál. Vísað til kynningar í hafnarstjórn. Hafnarstjórn lýsir furðu sinni á að fagnefnd um málefnið skuli ekki vera fengin til að velja einstaklinga/sérfræðinga í fagráð um hafnarmál. Hafnarstjórn furðar sig á vinnubrögðum bæjarráðs.
8.
Skoðun aðalskipulagsmála vegna hafnar og iðnaðarsvæða
Ný útgáfa af staðarvalsskýrslu vegna hafnsækinnar starfsemi kynnt.
9.
Gjaldskrá Fjarðabyggðahafna
Erindi frá Eimskip Ísland ehf dags. 16. janúar 2014, þar sem skorað er að Fjarðabyggðarhafnir að draga til baka þær verðhækkanir á gjaldskrá sem tóku gildi þann 1. janúar sl.
Hafnarstjórn hafnar erindinu og felur framkvæmdastjóra að svara Eimskip í samræmi við umræðu á fundinum.
Hafnarstjórn hafnar erindinu og felur framkvæmdastjóra að svara Eimskip í samræmi við umræðu á fundinum.
10.
Mjóifjörður - Endurnýjun þekju
Farið yfir fyrirhugaða framkvæmd við endurnýjun þekju í Mjóafirði. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að setja framkvæmdina af stað.
11.
Endurbygging á Sæbergsbryggju á Eskifirði
Minnisblað framkvæmdastjóra vegna Sæbergsbryggju á Eskifirði kynnt ásamt mati bryggjusmiðs á bryggjunni. Hafnarstjórn vísar málinu til umfjöllunar við vinnu fjárhagsáætlunar 2015.
12.
Hafnamál Mjóeyrarhöfn
Rætt um málefni Mjóeyrarhafnar og skilning aðila hvað varðar forgang og fleira. Kynnt.
13.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Framkvæmdastjóri gerið grein fyrir stöðu mála, en verktaki er langt kominn með verkið og reiknar með að ljúka því í febrúar, en verklok voru áætluð 15. apríl í verksamningi.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að láta útbúa gögn vegna kants og þekju að baki löndunarkantinum og láta vinna verkið.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að láta útbúa gögn vegna kants og þekju að baki löndunarkantinum og láta vinna verkið.
14.
Norðfjörður - Netagerðarbryggja viðgerð skolun undan landvegg
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir því að skolað hafi undna landvegg Netagerðarbryggju á Norðfirði og reikna megi með að nokkur kostnaður sé í að gera við bryggjuna. Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að fá tillögu að viðgerð á bryggjunni.