Fara í efni

Hafnarstjórn

129. fundur
25. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Guðrún M.Ó.Steinunnardóttir Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Jón Björn Hákonarson Embættismaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Embættismaður
Jens Garðar Helgason Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Beiðni um viðræður um viðkomu Nörrænu í Fjarðabyggðarhafnir
Málsnúmer 1310223
Á fundi hafnarstjórnar 5. nóvember 2013 var fjallað um erindi frá P/F Smyril Line dags. 30. október 2013 þar sem óskað er eftir viðræðum um viðkomu Nörrænu í Fjarðabyggðarhöfnum. Samþykkt var að verða við þeirri ósk P/F Smyril Line og var framkvæmdastjóra Fjarðarbyggðarhafna, formanni hafnarstjórnar og bæjarstjóra falið að eiga viðræður við fyrirtækið. Í framhaldi af því hafa forsendur verið skoðaðar hvað hafnaraðstöðu og staðarval varðar. Farið yfir málið.
Hafnarstjórn og bæjarráð samþykkir að viðræðum verði haldið áfram á grundvelli beiðnar P/F Smyril line og athugunar hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, með fyrirhugaða staðsetningu á Eskifirði fyrir augum. Bæjarráð og bæjarstjóri yfirgáfu fundinn.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Málsnúmer 1401229
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 363, dagsett 28. febrúar 2014, ásamt ársreikningi Hafnarsambandsins fyrir árið 2013. Kynnt.
3.
Fyrirspurn vegna tillagna starfshóps um neyðarhafnir og skipaafdrep
Málsnúmer 1402155
Erindi frá Samgöngustofu dags. 24. febrúar 2014 þar sem gerð er grein fyrir að nú hafi verið ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum starfshópsins og er verið að endurskoða aðgerðaáætlun um neyðarhafnir og skipaafdrep sem unnar voru í apríl 2008. Kynnt ásamt svari framkvæmdastjóra við erindinu. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
4.
Kortlagning á starfsemi sjávarútvegs á Austfjörðum, og mögulegri nýsköpun sem gæti leynst þar
Málsnúmer 1402140
Erindi frá Íslenska sjávarklasanum dags. 20. febr. 2014 þar sem verið er að kanna áhuga fyrir kortlagningu á starfsemi sjávarútvegsins á Austfjörðum og þeirri nýsköpun sem gæti leynst þar, og þá mögulega fjármögnun á henni. Fyrir lágu skýrslur sem unnar hafa verið fyrir Faxaflóahafnir, Suðurnesin og Höfn í Hornafirði.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga.
5.
Seatrade Med Cruise 2014 í Barcelaona
Málsnúmer 1403105
Þátttaka á sölusýningu skemmtiferðaskipa í Barcelona 16. til 18. september 2014. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á sölusýninguna.
6.
Skeljungur v olíubryggju á Eskifirði
Málsnúmer 2008-05-06-792
Erindi frá Mannvit hf fyrir hönd Skeljungs þar sem óskað er umsagnar hafnarsjóðs á hönnun og legu uppskipunarlagnar fyrir olíu á olíubryggju Eskifirði.
Framkvæmdastjóri hefur veitt umsögn vegna málsins. Hafnarstjórn staðfestir umsögnina
7.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu
Málsnúmer 1403109
Erindi frá Thor Shipping ehf dags. 21. mars 2014 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Valeriy Petkevich skipstjóra á M/v Uta að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn veitir framkvæmdastjóra heimild til að ganga frá málinu þegar staðfesting liggur fyrir frá yfirhafnsögumanni.