Fara í efni

Hafnarstjórn

130. fundur
13. maí 2014 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Gísli Benediktsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Olíubirgðastöð í Reyðarfirði
Málsnúmer 2009-02-13-215
Í framhaldi af umræðu um kaup á landi fyrir hafnsækna starfsemi. Fyrir fundinum lá minnisblað merkt trúnaðarmál. Hafnarstjórn samþykkir tillögu í minnisblaðinu. Bæjarstjóri yfirgaf fundinn.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Málsnúmer 1401229
Fundargerð stjórnar hafnarsambands Íslands nr. 364 dags. 28. mars 2014. Kynnt.
3.
Fundargerðir CI á árinu 2014
Málsnúmer 1401230
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland frá 1. april 2014 ásamt greinargerð frá sölusýningu á Miami í mars sl.
kynnt.
4.
Mjóifjörður - Endurnýjun þekju
Málsnúmer 1402032
Fundargerð dags. 2. april 2014 frá opnun verðkönnunar í endurnýjun þekju á Mjóafirði. Fjórir aðila fengu send gögn. Tilboð barst frá einum, Launafli og var það að upphæð 17.939.760 kr. eða 173,4% af kostnaðaráætlun sem var 10.343.600 kr.
Hafnarstjórn staðfestir höfnun verðtilboðsins og samþykkir að verkið verði boðið út.
5.
Bátadæla á Stöðvarfjarðarhöfn
Málsnúmer 1405024
Erindi frá Skeljungi hf. dags. 8.maí 2014 þar sem óskað er eftir að fá að setja upp olíudælu fyrir smábáta á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn samþykkir beiðnina og felur framkvæmdastjóra hafnanna að ræða við Skeljung um staðsetningu og útfærslu.
6.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Málsnúmer 1301313
Í framahaldi af fundi hafnarstjórnar 11. febrúar sl. hafa verið útbúin gögn vegna stoðveggs að baki löndunarbryggju. Farið var yfir málið.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að leita verða í verkið.
7.
Smábátahöfn Fáskrúðsfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211018
Fyrirspurn frá verktaka varðandi malbik sem fyrir er við smábátahöfnina.
Hafnarstjórn samþykkti að láta yfirleggja núverandi malbik.
8.
Vigtar- og upplýsingahús á Stöðvarfjörð og Eskifjörð
Málsnúmer 1404013
Fundargerð dags. 23. april 2014 frá opnun verðkönnunar í smíði vigtarhúss á Stöðvarfjörð og upplýsingahúss vegna koma skemmtiferðaskipa á Eskifjörð. Þrjú verðtilboð bárust í verkið, frá Húsið þitt, Launafli og Trévangi, en Trévangur sendi einnig inn frávikstilboð. Auk þess barst boð um kaup á tilbúnu húsi frá Nestak, en þar sem ekki var skilað inn aðaltilboði er boðið ekki hluti af þessari opnun. Lægsta verðboð átti Húsið þitt upp á 10.793.756 kr. eða 96,2% af kostnaðaráætlun sem var upp á 11.225.150 kr. Hafnarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
9.
Björgunarvesti - styrkbeiðni
Málsnúmer 1405045
Erindi frá Slysavarnardeildinni Ársól dags. 9. maí 2014 þar sem óskað er eftir að fá að bæta við kassa fyrir björgunarvesti á bryggju neðan við Launafl á Reyðarfirði, færa og laga núverandi kassa á L-inu og setja ný björgunarvesti á bryggjurnar. Einnig er óskað eftir styrk frá hafnarsjóði til verksins og leyfi fyrir bryggjusprelli þar sem kassarnir yrðu kynntir.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja verkefni um 100.000 krónur. Uppsetning og staðsetning verði í samráði við starfsmenn hafnarinnar. Hafnarstjórn heimilar slysavarnardeildinni að halda umbeðna kynningu á hafnarsvæðinu.