Fara í efni

Hafnarstjórn

132. fundur
2. júní 2014 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Benedikt Sigurjónsson Varamaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Málsnúmer 1401229
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 365 dags. 15. maí 2014. Til kynningar.
2.
Beiðni um umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði
Málsnúmer 1405092
Erindi frá skipulagsfulltrúa Fjarðabyggðar dags. 20. maí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdi við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 né umhverfismatsskýrslu vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði.
3.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Málsnúmer 1301313
Niðurstaða verðkönnunar vegna stoðveggjar ofan við löndunarbryggju smábáta á Norðfirði var opnuð 27. maí 2014 kl. 14. Eitt verðboð barst í verkið en fimm aðilar fengu gögn send. Boðið sem barst var frá Trévangi ehf. og var það upp á 8.798.750 kr. eða 144,5% af kostnaðaráætlun sem var upp á 6.090.000 kr. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við verðbjóðanda.
4.
Kortlagning á starfsemi sjávarútvegs á Austfjörðum, og mögulegri nýsköpun sem gæti leynst þar
Málsnúmer 1402140
Framhald erindis sem tekið var fyrir í hafnarstjórn 25. mars 2014. Varðar kortlagningu á starfsemi sjávarútvegs á Austfjörðum. Á fundinum var tekið jákvætt í erindið en óskað frekari upplýsinga. Nú liggja þær fyrir og frekari upplýsingar um verkefnið og ósk um þátttöku hafnarsjóðs upp á 500.000 kr. Hafnarstjórn samþykkir að styðja verkefnið um 500.000 kr. en fer fram á upplýsingar um hvort og hvernig önnur sveitarfélög á Austfjörðum koma að málinu.
5.
Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1405107
Erindi frá Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar dags.22. maí 2014, þar sem óskað er eftir stuðningi til að víkka út starfsemi sjávarútvegsskólans þar sem krökkum í 8. bekk í öllum byggðarkjöfnum yrði gefin kostur á fræðslu um fiskvinnslu, fiskveiðar og sjávarútveg. Farið er fram á 450.000 kr. styrk frá Hafnarsjóði vegna þessa. Hafnarstjórn samþykkti styrkbeiðnina.