Hafnarstjórn
132. fundur
2. júní 2014 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Benedikt Sigurjónsson Varamaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 365 dags. 15. maí 2014. Til kynningar.
2.
Beiðni um umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði
Erindi frá skipulagsfulltrúa Fjarðabyggðar dags. 20. maí 2014 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 ásamt umhverfisskýrslu vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdi við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 né umhverfismatsskýrslu vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdi við tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 né umhverfismatsskýrslu vegna breyttrar landnotkunar við Eyri í Reyðarfirði.
3.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Niðurstaða verðkönnunar vegna stoðveggjar ofan við löndunarbryggju smábáta á Norðfirði var opnuð 27. maí 2014 kl. 14. Eitt verðboð barst í verkið en fimm aðilar fengu gögn send. Boðið sem barst var frá Trévangi ehf. og var það upp á 8.798.750 kr. eða 144,5% af kostnaðaráætlun sem var upp á 6.090.000 kr. Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við verðbjóðanda.
4.
Kortlagning á starfsemi sjávarútvegs á Austfjörðum, og mögulegri nýsköpun sem gæti leynst þar
Framhald erindis sem tekið var fyrir í hafnarstjórn 25. mars 2014. Varðar kortlagningu á starfsemi sjávarútvegs á Austfjörðum. Á fundinum var tekið jákvætt í erindið en óskað frekari upplýsinga. Nú liggja þær fyrir og frekari upplýsingar um verkefnið og ósk um þátttöku hafnarsjóðs upp á 500.000 kr. Hafnarstjórn samþykkir að styðja verkefnið um 500.000 kr. en fer fram á upplýsingar um hvort og hvernig önnur sveitarfélög á Austfjörðum koma að málinu.
5.
Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar
Erindi frá Sjávarútvegsskóla Síldarvinnslunnar dags.22. maí 2014, þar sem óskað er eftir stuðningi til að víkka út starfsemi sjávarútvegsskólans þar sem krökkum í 8. bekk í öllum byggðarkjöfnum yrði gefin kostur á fræðslu um fiskvinnslu, fiskveiðar og sjávarútveg. Farið er fram á 450.000 kr. styrk frá Hafnarsjóði vegna þessa. Hafnarstjórn samþykkti styrkbeiðnina.