Fara í efni

Hafnarstjórn

133. fundur
1. júlí 2014 kl. 17:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Varamaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Staða framkvæmda
Málsnúmer 1406157
Farið yfir verkefni hafnarinnar og stöðu þeirra. Varamenn sátu þennan fyrst lið fundarins og yfirgáfu síðan fundinn.
2.
Aðalfundur Cruise Iceland á Ísafirði 23. maí 2014
Málsnúmer 1402067
Gerð grein fyrir heimsókn aðila frá útgerðum skemmtiferðaskipa sem voru hér á ferð á vegum Cruise Iceland 29. maí 2014. Fyrir fundinum lá minnisblað vegna heimsóknarinnar.
Vísa ábendingum í síðustu málsgrein minnisblaðs til umfjöllunar í Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
3.
Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna
Málsnúmer 1406129
Á hafnasambandsþingi sem haldið var í Vestmannaeyjum í september 2012 var stjórn hafnasambandsins falið að láta gera úttekt á efnahagslegum áhrifum íslenskra hafna og vægi þeirra í íslensku efnahagslífi. Kynnt.
4.
Umsókn um undanþágu frá lóðsskyldu
Málsnúmer 1406101
Erindi frá Thor Shipping ehf dags. 18. júní 2014 þar sem óskað er eftir undanþágu frá lóðsskyldu fyrir Valeriy Zlenko skipstjóra á M/V Jan að og frá Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn staðfestir undanþágu frá hafnsögu fyrir Valeriy Zlenko skipstjóra á M/V Jan.
5.
Hafnaþing 2014 haldið 4. og 5. september á Dalvík og Ólafsfirði.
Málsnúmer 1405140
Erindi frá Hafnasambandi Íslands þar sem boðað er á hafnaþing á Dalvík og Ólafsfirði 4. og 5 september 2014.
Hafnarstjórn samþykkti að gefa aðalmönnum kost á að fara á þingið.
6.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 11. júní 2014 þar sem óskað er umsagnar um tillögu að matsáætlun um 10.000 tonna viðbótarframleiðslu Laxa fiskeldis ehf. á laxi í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um tillöguna í samráði og í samstarfi við mannvirkjastjóra