Fara í efni

Hafnarstjórn

134. fundur
17. júlí 2014 kl. 08:30 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Mjóifjörður - Endurnýjun þekju
Málsnúmer 1402032
Fundargerð dags. 15. júlí 2014 frá opnun tilboða í endurnýjun þekju á Mjóafirði. Tvö tilboð bárust í verkið lægra boðið átti Ársverk efh upp á 11.927.223 kr eða 115,3% af kostnaðaráætlun sem var 10.343.600 kr.
Hafnarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
2.
Sjókvíaeldi í Reyðarfirði
Málsnúmer 1103025
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 11. júní 2014 tekið fyrir á síðasta fundi hafnarstjórnar þann 1. júlí 2014. Farið var yfir drög að umsögn til bæjarráðs vegna beiðni um umsögn um tillögu að matsáætlun um 10.000 tonna viðbótareldi Laxa fiskeldis ehf á laxi í Reyðarfirði.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti umsögnina og vísar henni til bæjarráðs.
Kristín Ágústsdóttir yfirgaf fundinn.
3.
Allt að 24.000 tonna framleiðsla á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði - Beiðni um umsögn
Málsnúmer 1407037
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 3. júlí 2014 þar sem óskað er umsagnar Fjarðabyggðar um tillögu að matsáætlun fyrir allt að 24.000 tonna framleiðslu á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að vinna umsögn um tillöguna í samráði og samstarfi við mannvirkjastjóra og skila til bæjarráðs.
4.
Staða framkvæmda
Málsnúmer 1406157
Farið yfir framkvæmdir varðandi grjótvarnir og stöðu þeirra. Farið yfir áætlun um varnir. Hafnarstjórn er sammála áætluninni og felur framkvæmdastjóra að vinna úr henni.
Gerð grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn.