Fara í efni

Hafnarstjórn

135. fundur
2. september 2014 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015
Málsnúmer 1408022
Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á næsta ári, eru öll bæjar- og sveitarfélög, söfn og stofnanir í landinu, hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er og 100 ára afmælisins 2015, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum. Vísað til fastanefnda til kynningar með ósk um tillögu að viðburðum. Kynnt.
2.
Aðalfundur Cruise Iceland á Ísafirði 23. maí 2014
Málsnúmer 1402067
Fundargerð aðalfundar Cruise Iceland sem haldinn var á Ísafirði 23. maí 2014. Kynnt.
3.
Aðalfundur Fiskmarkaður Austurlands 2014
Málsnúmer 1408116
Rætt um fyrirhugaðan aðalfund og var samþykkt að framkvæmdastjóri yrði fulltrúi hafnarsjóðs á fundinum og formaður hafnarstjórnar til vara.
4.
Fundargerðir CI á árinu 2014
Málsnúmer 1401230
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 14. ágúst 2014. Til kynningar
5.
Umfang sjávarútvegs á Austfjörðum - skýrsla unnin fyrir Austurbrú í júlí 2014
Málsnúmer 1408013
Skýrsla um umfang sjávarútvegs á Austfjörðum, unnin fyrir Austurbrú í júlí 2014, lögð fram til kynningar.
6.
Vaktskúr við olíuafgreiðslu á Eskifirði
Málsnúmer 1408093
Erindi frá Mannvit fyrir hönd Skeljungs hf. dags. 7. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja vaktskúr á olíubrygguna á Eskifirði. Fram kemur að umsókn um stöðuleyfi sé í ferli hjá byggingafulltrúa. Hafnarstjórn samþykkir að framkvæmdastjóri leysi málið í samstarfi við byggingafulltrúa.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015
Málsnúmer 1407033
Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2015 - 2018 hafa verið staðfestar af bæjarráði. Lagðar fram til kynningar en í þeim koma fram verklagsreglur og tímasetningar við undirbúning og úrvinnslu fjárhagsáætlunar hjá nefndum.