Hafnarstjórn
138. fundur
7. október 2014 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Seatrade Med Cruise 2014 í Barcelaona
Skýrsla frá sölusýningu í Barcelaona sem haldin var dagana 16 til 18. september 2014. Kynnt.
2.
Kynning á Bláfánaverkefni Landverndar
Fulltrúi Landverndar hélt kynningu á Bláfánaverkefni Landverndar fyrir starfsmenn sveitarfélagsins þann 2. október s.l. Gerð var grein fyrir kynningunni og fyrir hvað Bláfáninn stendur. Framkvæmdastjóra falið að skoða hvaða möguleikar eru fólgnir í þessu fyrir hafnir Fjarðabyggðar.
3.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Undirbúningsvinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015 ásamt langtímaáætlun. Tillaga að fjárhagsáætlunarramma lögð fram ásamt langtímaáætlun, gjaldskrá og forgangsröðun verkefna. Vísað til bæjarráðs.
4.
Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað
Hafnarstjórn fjallaði um lóðamál fyrir Netagerðina á Norðfirði. Lagðar voru fram hugmyndir frá siglingasviði Vegagerðarinnar ásamt greinargerð að staðsetningu nýbyggingar fyrirtækisins á hafnarsvæðinu á Norðfirði. Framkvæmdastjóra í samráði við bæjarstjóra falið að kynna hugmyndir nefndarinnar að staðsetningu.