Fara í efni

Hafnarstjórn

139. fundur
21. október 2014 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Gísli Benediktsson Varamaður
Guðrún M.Ó.Steinunnardóttir Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Aðalfundur Fiskmarkaður Austurlands 2014
Málsnúmer 1408116
Aðalfundur Fiskmarkaðar Austurlands 2014 verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2014. Fulltrúi hafnarstjórnar verður Steinþór Pétursson og Sævar Guðjónsson verðu til vara.
2.
Beiðni um stuðning við námskeiðshald fyrir leiðsögumenn
Málsnúmer 1410098
Erindi frá Austurbrú ses dags. 14. október 2014 þar sem óskað er eftir stuðningu frá hafnarsjóði Fjarðabyggðar til að kynna námskeið fyrir leiðsögumenn. Óskað er eftir 100 til 150 þ.kr. styrk til að greiða kynningarkostnað vegna dreifibréfs í hús á miðausturlandi.
Hafnarstjórn samþykkti að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
3.
Fjárlög til hafnaframkvæmda og hafnalög
Málsnúmer 1410080
Kynnt erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. október varðandi fjárframlög til hafnamála í samgönguáætlun fyrir árið 2015.
Kynnt.
4.
Ósk um stuðning við frágang á lóð við hús sveitarinnar.
Málsnúmer 1410094
Erindi frá Björgunarsveitinni Ársól þar sem óskað er eftir stuðningi við frágang lóðar við hús sveitarinnar.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við styrkbeiðninni og hafnar erindinu.
5.
Tillaga að lagfærinu við Norðfjarðarvita
Málsnúmer 1410033
Erindi frá Hafþóri Eiríkssyni dags. 4. október 2014 þar sem hann vill koma að hjá hafnarstjórn tillögu þess efnis að umhverfi við Norðafjarðarvitann verði lagfært. Hafnarstjórn þakkar fyrir góða ábendingu og vísar henni til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
6.
Lóð fyrir nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað
Málsnúmer 1311101
Kynntur fundur með framkvæmdastjóra Fjarðanets þann 14. október 2014 vegna lóðamála. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
7.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Málsnúmer 1409138
Undirbúningsvinna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2015 ásamt langtímaáætlun og gjaldskrá. Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá hafnarsjóðs hækki um 3,4%. Einnig samþykkir hafnarstjórn framkvæmdaáætlun fyrir 2015 ásamt langtímaáætlun 2016 til 2018.
Hafnarstjórn mun skoða hvort forsendur áætlunarinnar hafi breyst þegar kemur fram á árið með endurskoðun á framkvæmdaáætluninni i huga. Áætluninni er vísað til bæjarráðs.