Fara í efni

Hafnarstjórn

140. fundur
11. nóvember 2014 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Borghildur Hlíf Stefánsdóttir Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Atkvæðagreiðsla um merki fyrir hafnasambandið
Málsnúmer 1411036
Erindi frá Hafnasambandi Íslands dags. 6. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir að hafnarstjórn fjalli um þessar tvær tillögur og sendi atkvæði sitt um hvora tillöguna henni lítist best á til Hafnasambansins.
Hafnarstjórn líst best á tillögu 2.
2.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Málsnúmer 1401229
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 368 dags. 3. október 2014 ásamt þinggerð frá hafnasambandsþingi 2014 sem haldið var á Ólafsfirði og Dalvík 4. og 5. september sl. Kynnt.
3.
Fundagerðir Hafnasamband Íslands árið 2014
Málsnúmer 1401229
Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands nr. 369 dags. 31. október 2014. Til kynningar
4.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2013 og 2014
Málsnúmer 1301332
Fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12.september og 7.október 2014 lagðar fram til kynningar
5.
Undirbúningsvinna vegna komu skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 1005131
Fundargerð frá kynningarfundi um stöðu mála varðandi komur skemmtiferðaskipa á liðnu sumri og bókaðar komur 2015 sem haldinn var á Eskifirði miðvikudaginn 15. október 2014. Fundargerðin kynnt.
Jafnframt samþykkti hafnarstjórn að fella úr gildi samþykkt frá 18. desember 2012 um fyrirkomulag hafnargjalda vegna koma skemmtiferðaskipa.