Hafnarstjórn
141. fundur
25. nóvember 2014 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2014
Fundargerð stjórna Cruise Iceland dags. 22. október 2014 lögð fram til kynningar.
2.
Fyrirspurn um þátttöku í flutninga- og hafnahóp sjávarklasans og formlega inngöngu í Íslenska sjávarklasann
Athugun á áhuga á að gerast aðili að flutninga og hafnahóp sjávarklasans og formelgri inngöngu í Íslenska sjávarklasann. Málinu frestað.
3.
Norðfjarðarflugvöllur - klæðning
Lagt fram minnisblað Mannvits frá 14.nóvember er varðar málefni Norðfjarðarflugvallar vegna hækkunar á vatnsborði leirunnar við völlinn. Til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn. Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
4.
Seatrade Miami 16-19 mars 2015
Erindi frá Cruise Iceland dags. 14. nóvember 2014 þar sem verið er að spyrjast fyrir um þátttöku hafna á Seatrade Miami 2015. Fulltrúi hafnanna á sýningunni verður formaður Cruies Iceland. Kostnaður við þátttöku hverrar hafnar er 65.000 kr.
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í Seatrade Miami 2015.
Hafnarstjórn samþykkir að taka þátt í Seatrade Miami 2015.
5.
Umsögn um 24.000 tonna framleiðsla á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði og Berufirði.
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar vegna tillögu að matsáætlun vegna 13.000 tonna aukningar á eldi á laxi og regnbogasilungi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Stofnunin fellst á tillögu Fiskeldis Austfjarða hf. með viðbótum. Vísað til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og hafnarstjórn.
6.
Aðalskipulagsbreyting Norðfjarðarhafnar
Farið yfir málefni aðalskipulags Norðfjarðarhafnar og mögulegar breytingar á því. Hafnarstjórn samþykkir að beina því til bæjarráðs að hefja vinnu við breytingu aðal- og deiliskipulags fyrir Norðfjarðarhöfn.
7.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Umfjöllun um fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir lokaafgreiðslu bæjarstjórnar á fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Fjallað um breytingar á gjaldskrá er lúta að stöðuleyfum gáma á geymslusvæðum og gjaldtöku vegna úrgangs frá skipum vegna lagabreytinga frá síðastliðnu vori.
Þá leggur hafnarstjórn til við bæjarráð að bætt verði í framkvæmdaáætlun 15 m.kr. í liðinn óráðstafað.
Fjallað um breytingar á gjaldskrá er lúta að stöðuleyfum gáma á geymslusvæðum og gjaldtöku vegna úrgangs frá skipum vegna lagabreytinga frá síðastliðnu vori.
Þá leggur hafnarstjórn til við bæjarráð að bætt verði í framkvæmdaáætlun 15 m.kr. í liðinn óráðstafað.
8.
Rif á Strandgötu 7, Reyðarfirði
Umfjöllun um eignina að Strandgötu 7 á Reyðarfirði og staðfestingu á heimild til að hefja niðurrif á eigninni, en eignin var keypt til niðurrifs sumarið 2013.
Hafnarstjórn staðfestir heimild til að rífa húsið.
Hafnarstjórn staðfestir heimild til að rífa húsið.