Hafnarstjórn
142. fundur
9. desember 2014 kl. 17:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Sævar Guðjónsson Formaður
Eiður Ragnarsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Kristín Ágústsdóttir Aðalmaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014 - 2018
Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014 - 2018 lögð fram til kynningar.
2.
Afnot Fjarðabyggðarhafna af upplýsingum úr landstöðvum Vaktstöðvar siglinga.
Erindi frá Neyðarlínunni ohf. dags. 25. nóvember 2014, þar sem Fjarðabyggðarhöfnum er boðið að gera samning um afnot af upplýsingum úr landstöðvum Vaktstöðvar siglinga.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um rétt til afnot af kerfinu.
Hafnarstjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um rétt til afnot af kerfinu.
3.
Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs 2015
Afgreiðsla gjaldskrár Fjarðabyggðarhafna fyrir 2015 vegna breytinga er varða stöðuleyfi fyrir gáma á geymslusvæðum og gjaldtöku vegna úrgangs frá skipum í framhaldi af lögum þar að lútandi frá síðastliðnu vori. Drög að gjaldskrá samþykkt. Vísað til staðfestingar bæjarráðs.
4.
Fyrirspurn um þátttöku í flutninga- og hafnahóp sjávarklasans og formlega inngöngu í Íslenska sjávarklasann
Athugun á áhuga á að gerast aðili að flutninga og hafnahóp sjávarklasans og formlegri inngöngu í Íslenska sjávarklasann. Málinu frestað á fundi hafnarstjónar 25. nóv 2014.
Farið var yfir málið að nýju. Hafnarstjórn sammála um að gerast ekki aðili að klasanum að svo komnu máli.
Farið var yfir málið að nýju. Hafnarstjórn sammála um að gerast ekki aðili að klasanum að svo komnu máli.
5.
Húsnæðismál Hafnarsjóðs
Umræða um húsnæðismál hafnarinnar. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
6.
Norðfjörður - bílavog
Pallur bílavogar á Norðfirði er orðinn mjög tærður og taka þarf ákvörðun um kaup á nýrri eða endrunýja pallinn á þeirri sem nú er til staðar. Fyrir fundinum lá minnisblað framkvæmdastjóra vegna málsins. Hafnarstjórn samþykkir að kaupa nýja bílvog.
7.
Norðfjörður - umhverfisfrágangur við smábátahöfn
Umræða um yfirborðsfrágang við smábátahöfnina á Norðfirði. Fyrir fundinum lá vinnuskjal framkvæmdastjóra í tengslum við málið.
Hafnarstjórn fór yfir vinnuskjal framkvæmdastjóra og fól honum að vinna málið áfram samkvæmt vinnuskjalinu.
Hafnarstjórn fór yfir vinnuskjal framkvæmdastjóra og fól honum að vinna málið áfram samkvæmt vinnuskjalinu.
8.
Útgáfa bókar um 17 frumkvöðla í útvarps/rafeindavirkjun
Erindi frá Jóhannesi Helgasyni og Páli V. Sigurðssyni þar sem óskað er eftir styrk til útgáfu bókar um frumherja í útvarps/rafeindavirkjun. Hafnarstjórn hafnar erindinu.